Ljósmyndavefur

Nóg um að vera á Prjónagleðinni um helgina

Prjónagleðin verður haldin um helgina á Blönduósi þar sem allir eru velkomnir, sérstaklega prjónafólk. Hátíðin stendur frá föstudeginum 9. – 11. júní en hitað verður upp í kvöld í Apótekarastofunni að Aðalgötu 8. Prjónagleðin er fyrir alla sem hafa einhvern snefil af áhuga á prjónaskap og skemmtilegum viðburðum, segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar.
Meira

Hryssa synti í Lundey og aftur til baka

Sá fágæti atburður átti sér stað í gær að hross synti út í Lundey í Skagafirði og aftur í land. Líklegt er talið að hryssan hafi verið í hestalátum og verið í graðhestaleit handan Héraðsvatna en straumurinn það sterkur að hann hreif hrossið með sér til sjávar.
Meira

Fjörufugl, skrautlegur og kvikur

Þeir eru margir hverjir litskrúðugir fiðruðu ferðalangarnir sem staldra við á Íslandi áður en haldið er til fjarlægari landa líkt og tildran sem velti til smásteinum og rótaði í fjörugróðri í höfninni á Sauðárkróki í gær. Var hún í góðum félagsskap æðarfugla, kría og tjalda er blaðamaður reyndi að ná fuglinum á mynd sem féll vel inn í umhverfið og ekki endilega gott að koma auga á fyrr en hann hreyfði sig.
Meira

Meðganga brúar á Laxá í Refasveit - Myndasyrpa

20. apríl 2022 til 20. apríl 2023 Brúin varð 106 metra löng, 14 metra há frá yfirborði árinnar, um átta mannhæðir og u.þ.b. tíu metra breið.
Meira

Brosið allsráðandi á afmælisdegi Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fagnaði 25 ára afmæli þann 16. maí síðastiðinn og það eitt og annað gert til að fagna tímamótunum. Feykir hafði samband við listamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, myndmenntakennara með meiru, og sagði hann alla árganga skólans hafa verið með viðburði eða verkefni í sínum stofum eða í matsalnum. „Loppumarkaður á þekjunni, bóksala í tveimur stofum og veitingasala var í matsalnum,. Svo stýrði Logi dansi í íþróttahúsinu en þar voru vinaliðar líka með sína leiki,“ segir Ægir sem hannaði afmælismerki í tilefni tímamótanna.
Meira

Mikið um að vera á atvinnulífssýningu á Króknum : Myndasyrpa

Í dag heldur atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins áfram þar sem fjölbreytileiki héraðsins er kynntur í hinum ýmsu málum er viðkemur góðu samfélagi.
Meira

Æfðu reykköfun um borð í HDMS Vædderen

Slökkvilið Skagastrandar fékk það einstaka tækifæri að æfa reykköfun um borð í danska strandgæslu skipinu HDMS Vædderen en á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að æfingin hafi verið í samstarfi við Björgunarsveitina Strönd. „Við látum myndirnar tala sínu máli,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook en eins og sjá má er hér hörkulið á ferðinni.
Meira

Fjölmargir mættu í opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það var slegið upp opnunarteiti á Hótel Blönduósi á laugardag og í dag var hótelið opnað gestum. Fjölmargir heimsóttu hótelið á laugardag enda mikið um dýrðir og eflaust margir forvitnir um hvernig tekist hefur til með þær breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu síðan félagarnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson keyptu það af Byggðastofnun í fyrra og hófu í kjölfarið framkvæmdir.
Meira

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, sótti Skagfirðinga heim á sumardeginum fyrsta

Þó að nokkuð sé liðið frá sumardeginum fyrsta er gaman að segja frá því að Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, safnaði saman, þann daginn, virkum hjólurum á Ráðhústorgið á Akureyri og brunuðu yfir 30 mótorhjól út úr bænum og yfir í Skagafjörð og gerði stans í Varmahlíð. Alvöru sumardagur 12-17 stiga hiti og sól.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira