Ljósmyndavefur

Litfögur glitský á himni

Skagfirðingar fengu aldeilis myndarlega sýningu í gærmorgun þegar himininn skartaði fagurlituðum glitskýjum. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský séu ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 - 30 km hæð. Ívar Gylfason var með myndavélina á lofti og sendi Feyki meðfylgjandi myndir.
Meira

Á mótorfákum á framandi slóðum :: Tólf manna hópur í ævintýraferð til Víetnam

Í lok september fór tólf manna hópur mótorhjólakappa af Íslandi í ævintýraferð til Víetnam til að aka þar um sveitir. Fjórir af þessum ferðafélögum voru af Króknum einn frá Blönduósi einn af Hellissandi og rest úr Reykjavík, með sterk tengsl á Snæfellsnesið. Feykir settist niður með tveimur þeirra, Baldri Sigurðssyni og Magnúsi Thorlacius og forvitnaðist um ferðina en þeir telja sig vera upphafsmenn hennar.
Meira

Guðrún og Guðmundur loka Efnalaug Sauðárkróks

Síðast liðinn föstudag var síðasti vinnudagur í Efnalaug Sauðárkróks en fyrirtækið hefur nú hætt starfsemi eftir áratuga rekstur. Síðustu þrjá áratugina hafa þau hjón Guðrún Kristófersdóttir og Guðmundur Óli Pálsson staðið vaktina sem nú er á enda. Boðið var til veglegs kaffihlaðborðs í morgunpásunni og margir sem litu inn í tilefni tímamótanna.
Meira

Mikið um að vera í Sauðárkróksbakarí - Skólakrakkar stungu út smákökur og bökuðu

Það hefur mikið verið að gera í Sauðárkróksbakaríi undanfarnar vikur í aðdraganda jóla og mikið mætt á starfsfólkinu eins og gengur. Hvort það hafi verið til að létta undir með bökurum að bjóða yngstu nemendum Árskóla að taka þátt í jólakökugerðinni skal ósagt látið en að sögn Snorra Stefánssonar, yfirbakara og nýs eiganda Sauðárkróksbakarís tókust þessar heimsóknir stórkostlega vel.
Meira

Glimrandi skemmtun í Miðgarði með skagfirskum jólastjörnum

Á laugardagskvöld fjölmenntu Skagfirðingar í Menningarhúsið Miðgarð í Varmahlíð þar sem fyrir dyrum stóðu tónleikarnir Jólin heima. Fullt var út úr dyrum og voru gestirnir vel með á nótunum frá fyrsta lagi til hins síðasta og fóru þakklátir út í kyrrt og kalt vetrarkvöldið að mögnuðum tónleikum loknum, með vænan skammt af jólagleði í hjarta.
Meira

Fjörugir styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju

Það skapaðist mikil og góð stemning í Sauðárkrókskirkju sl. laugardagskvöld þegar Elva Björk Guðmundsdóttir bauð upp á notalega kvöldstund ásamt börnum, tengdabörnum, barnabarni, frænkum frændum og vinum, og kom gestum í sannkallað jólaskap með tónlistarflutningi og skemmtilegu spjalli og athugasemdum á milli laga.
Meira

Fjöldi fólks sótti viðburði á Króknum í dag

Það var stórfín mæting í gamla bæinn á Króknum í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu fallega úr Sauðárhlíðinni ofan bæjarins. Dagskráin var með hefðbundnum hætti en nokkuð ljóst að eftir tvö ár í Covid-straffi þá var fólk tilbúið að ösla út í myrkrið og rigningarúðann til að eiga notalega stund saman og fagna komu aðventunnar.
Meira

Fullt hús hjá Rokkkórnum

Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur hélt tónleika sl. laugardag fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Hvammstanga. Flutt voru níu lög ásamt fjögurra laga syrpu úr tónlistarverkinu Lifun eftir Trúbrot.
Meira

Mikilvægt að slökkviliðsmenn æfi reglulega

Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga æfðu í síðustu viku björgun fastklemmdra og segir á Facebook-síðu þeirra að mjög mikilvægt sé að slökkviliðsmenn æfi reglulega hvernig beita eigi björgunarklippum og öðrum búnaði ef bjarga þarf fólki út úr bifreiðum eða öðrum klemmdum aðstæðum.
Meira

Teymir forystuhrútinn á hesti

„Þetta var bæði grín og alvara til að byrja með,“ segir Eysteinn Steingrímsson, bóndi á Laufhóli, spurður út í forystuhrútinn Móra sem Eysteinn hefur haft með sér í leiðangra í Kolbeinsdal að leita eftirlegukinda.
Meira