Litfögur glitský á himni
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
25.01.2023
kl. 08.21
Skagfirðingar fengu aldeilis myndarlega sýningu í gærmorgun þegar himininn skartaði fagurlituðum glitskýjum. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský séu ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 - 30 km hæð. Ívar Gylfason var með myndavélina á lofti og sendi Feyki meðfylgjandi myndir.
Meira