Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Mannlíf
07.08.2023
kl. 17.26
Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.
Meira