Strandveiðin komin á fullt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
11.05.2024
kl. 12.20
Þann 2. maí hófst strandveiðitímabilið en það gefur smábátaeigendum leyfi til að veiða í 48 daga yfir fjóra mánuði sem gera 12 daga í hverjum mánuði. Síðastliðin tvö ár hefur reyndar veiðin verið stöðvuð í byrjun/miðjan júlí og eru strandveiðimenn alls ekki sáttir við það og segja að stöðva þurfi yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Strandveiðin byrjaði mjög vel og segir á mbl.is að á fyrsta degi lönduðu 402 strandveiðisjómenn 336,4 tonnum á öllu landinu. Þar af voru 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gullkarfa, 4,4 tonn af ufsa, samkvæmt gögnum sem Fiskistofa gaf út.
Meira