Ljósmyndavefur

Soroptimistafélagið Við Húnaflóa tók þátt í að roðagylla heiminn

Í ár, eins og mörg undanfarin ár, slóust Soroptimistar um allan heim í för með um 6000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Meira

Margmenni í opnu húsi Byggðastofnunar

Byggðastofnun bauð síðasta föstudag gestum og gangandi að koma og fagna með starfsfólki stofnunarinnar að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína á Sauðárkróki. Ekki stóð á gestakomunni og segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, ánægjulegt að sjá þann áhuga sem fólk sýnir starfsemi stofnunarinnar og þeim verkefnum sem hún vinnur að.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Besti hrútur sýningarinnar holdfylltur frá nösum til dindils

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár virðist áhugi á sauðfjárrækt í engu hafa dalað. Haustið er uppskerutími þeirra sem unna sauðkindinni þegar árangur kynbótastarfsins birtist skriflega á vigtarnótum sláturleyfishafa og dómablöðum ráðunautanna, en ekki síður við skoðun og áhorf á lagðprúð og læramikil líflömb.
Meira

Forsetafrúin á brúðulistahátíð í Húnaþingi vestra

Um liðna helgi var alþjóðlega brúðulistahátíðin Hip festival haldin á Hvammstanga og var Forsetafrúin Eliza Reid heiðursgestur á hátíðinni ásamt Eddu dóttur sinni, en Eliza er verndari menningarverðlauna Eyrarrósarinnar sem Handbendi atvinnubrúðuleikhús á Hvammstanga er núverandi handhafi af. Að sögn Gunnars Rögnvaldssonar, sem fylgdi Elizu í heimsókninni, voru fjölmargir viðburðir á dagskránni sem sannarlega eru á heimsmælikvarða.
Meira

Fyrstu gestirnir komu í byrjun sláturtíðar

Þann 8. júlí 2020 birti Feykir frétt þess efnis að Kaupfélag Skagfirðinga hefði þegar hafið framkvæmdir við endurbyggingu húsnæðis að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, áður kallað Pakkhúsið en Minjahúsið síðar. Breyta átti húsnæðinu í starfsmannahúsnæði fyrir aðkomufólk sem tímabundið sækir vinnu hjá framleiðslufyrirtækjum KS. Nú hefur hluti hússins verið tekinn í notkun og komu fyrstu gestirnir í byrjun sláturtíðar að sögn Sigurgísla Kolbeinssonar hjá Trésmiðjunni Borg sem annast framkvæmdina.
Meira

Sjón að sjá þegar Silfrastaðakirkju var rennt út á Krók

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð í Skagafirði þyrfti á nauðsynlegri yfirhalningu að halda. Fyrir nokkru var kirkjuturninn fjarlægður og í gær var kirkjan tekin af grunni sínum, hífð upp á vörubílspall og keyrð út á Krók til viðgerðar á Trésmiðjunni Ýr. Samkvæmt heimildum Feykis er reiknað með að viðgerðin geti tekið fjögur ár en kirkjan er 125 ára gömul í ár og ansi lúin.
Meira

Bókin um heiðursborgarann Eyþór Stefánsson komin út

Í dag fór fram útgáfuhátíð á KK Restaurant á Sauðárkróki í tilefni af útkomu bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld – Ævisaga sem Sölvi Sveinsson ritaði. Eins og áður hefur komið fram hér á Feyki þá kemur bókin út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks á sjötugasta aldursári sínu.
Meira

Unnið að lagfæringum á Hamarsrétt

Eitt sérstæðasta réttarstæði landsins er án vafa Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi, nokkurra kílómetra holóttan spöl norður af Hvammstanga. Þegar blaðamaður Feykis renndi fyrir Vatnsnesið nú um helgina mátti sjá að lagfæringar stóðu yfir á réttinni sem staðsett er í fjörukambinum.
Meira

Stólastúlkur úr fallsæti eftir seiglusigur á Árbæingum

Tindastóll og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna á Króknum í gær. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og úr varð sæmilegasti naglbítur en eftir að Stólastúlkur náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik minnkuðu Fylkisstúlkur muninn í síðari hálfleik og sóttu hart að marki Tindastóls á lokakaflanum. Gestirnir náðu þó ekki að jafna og lið Tindastóls fagnaði dýrmætum sigri og lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. Lokatölu 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira