Ljósmyndavefur

Mikilvægt að slökkviliðsmenn æfi reglulega

Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga æfðu í síðustu viku björgun fastklemmdra og segir á Facebook-síðu þeirra að mjög mikilvægt sé að slökkviliðsmenn æfi reglulega hvernig beita eigi björgunarklippum og öðrum búnaði ef bjarga þarf fólki út úr bifreiðum eða öðrum klemmdum aðstæðum.
Meira

Teymir forystuhrútinn á hesti

„Þetta var bæði grín og alvara til að byrja með,“ segir Eysteinn Steingrímsson, bóndi á Laufhóli, spurður út í forystuhrútinn Móra sem Eysteinn hefur haft með sér í leiðangra í Kolbeinsdal að leita eftirlegukinda.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey með skínandi gjafir

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd kemur fram að Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki hafi afhent nemendum 1. bekkjar skólans endurskinsvesti en þar voru þeir Karl Lúðvíksson og Emil Hauksson á ferðinni. „Með í för var fulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir gjöfina og komuna,“ segir í tilkynningu skólans.
Meira

Skilaboðaskjóðan frumsýnd í gær – Flott sýning sem höfðar til allra

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Skilaboðaskjóðuna í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi en eins og áður hefur komið fram í fréttum er það í fyrsta skipti sem leikfélagið frumsýnir verk sitt þar. Á sviðinu mátti sjá blöndu af reyndum og óreyndum leikurum sem töfruðu fram skemmtilega frásögn þessa skemmtilega leikrits Þorvaldar Þorsteinssonar.
Meira

Vatnamýs gera vart við sig í Skagafirði

Margt skemmtilegt er hægt að finna í náttúrunni og sitthvað sem leynist við fætur manns án þess að gaumur sé að því gefinn. Á dögunum fóru systkinin Viktoría Ýr, Elísabet Rán og Jón Konráð Oddgeirsbörn í Keflavík í Hegranesi með afa sínum, Jóhanni Má Jóhannssyni, í fjöruferð á Garðssandinn og veittu athygli litlum hnoðrum, innan um rekinn þaragróður.
Meira

Fjölmennt á kærleiksstund á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi var haldin kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi og sagt er frá því á Húna.is að fólk hafi safnaðst saman við nýja vallarhúsið klukkan 21 þar sem kveikt var á kertum og þau lögð umhverfis hlaupabrautina í ljósaskiptunum. Tilgangurinn var að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Séra Gísli Gunnarsson vígður vígslubiskup í Hólaumdæmi

„Líf, vöxtur og þroski. Undir þessum einkunnarorðum vil ég starfa þann tíma sem ég mun þjóna sem vígslubiskup“ Sagði séra Gísli Gunnarson ,áður sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði nú vígslubiskup í Hólaumdæmi, í predikun sinni eftir að hann var vígður inn í embættið. Margt var um manninn á Hólum og Hóladómkirkja þéttsetin.
Meira

Myndasyrpa frá Króksmótinu

Fyrsta Króksmótið í þrjú ár fór fram á Sauðárkróksvelli nú um helgina og tókst í alla staði vel til. Keppendur og gesti dreif að í sumarblíðunni á föstudag og þó sólargeislarnir hafi ekki verið margir laugardag og sunnudag var veðrið prýðilegt til tuðrusparks. Um 500 krakkar frá 19 félögum tóku þátt á mótinu og með þeim talsvert fylgdarlið eins og gengur.
Meira

Frábær stemning á Húnavöku

Húnvetningar unnu stóra pottinn í veðurlottóinu þegar fjölskyldudagskrá Húnavöku fór fram í dag og fallegi Blönduós skartaði sínu fegursta. Enda var fjölmenni á svæðinu við íþróttamiðstöðina þar sem Villi Naglbítur kynnti fjölbreytta dagskrárliði og var með skemmtiatriði. Taylor's Tivoli sló í gegn hjá yngstu kynslóðinni svo eitthvað sé nefnt. Að dagskránni lokinni var fótboltaleikur, sundlaugarpartý og kótilettukvöld og nú í kvöld stjórnaði Magni Ásgeirs brekkusöng og senn hefst stórdansleikur með hljómsveitinni Á móti sól.
Meira

Þolinmæði, útsjónarsemi og góður undirbúningur lykillinn að því að ná góðum myndum af fuglum

Ljósmyndir Blönduósingsins, Róberts Daníels Jónssonar, af hafarnarhreiðri hafa vakið verðskuldaða athygli en nú í vikunni fór hann með sérfræðingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands til að merkja og mynda hafarnarunga. „Ég átti stórkostlegan dag, VÁ hvað þetta var geggjað! Ég var að upplifa draum sem ég hef átt síðan ég var barn,“ segir Róbert á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má fjölda hreint frábærra mynda úr ferðinni. Feykir hafði samband við Robba Dan og forvitnaðist um galdurinn við að taka góðar fuglamyndir.
Meira