Ljósmyndavefur

17. júní í sameinaðri Húnabyggð

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitið. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins.
Meira

Myndasyrpa frá brautskáningu FNV

Alls brautskráðust 112 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Athöfnin var sannarlega hátíðleg og létt yfir mannskapnum, enda lífið fengið fleiri liti í kjölfar tveggja ára í skugga Covid-19. Feykir fékk leyfi til að birta nokkrar myndir frá brautskráningardeginum; frá myndatöku, undirbúningi athafnar, athöfninni sjálfri og glaðbeittum nemendum og gestum að henni lokinni.
Meira

Fjölmenn vígsla hesthússins á Staðarhofi

Fjöldi manns mætti á vígslu hesthússins að Staðarhofi í fyrrum Staðarhreppi í Skagafirði sl. föstudag og samglöddust eigendum, þeim Sigurjóni Rúnari Rafnssyni og Maríönnu Rúnarsdóttur.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira

Ernan á Borgarsandi :: Glæst skip sem endaði í ljósum logum

Sauðkrækingar hafa í gegnum tíðina notað Borgarsandinn, fjöruna neðan staðarins, til útiveru allan ársins hring og gjarna er myndað. Flestar myndirnar sýna skipsflakið sem legið hefur grafið í sandinum í rúma hálfa öld, dást að því og nota sem kennileiti, en fæstir þekkja sögu skipsins sem í daglegu tali er nefnt Ernan. Feykir fór á stúfana og leitaði mynda af skipinu og rifjaði upp sögu þess og naut aðstoðar margra sem fá þakkir að launum.
Meira

Hátíðahöld í tilefni sumardagsins fyrsta í 65. skipti á Hvammstanga

Í dag gekkst Lilla Páls, Ingibjörg Pálsdóttir fyrir hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta á Hvammstanga í 65. sinn. Í upphafi blésu Lilla og fjórir aðrir vinir til þessara hátíðahalda til fjáröflunar fyrir gróðursetningu í Sjúkrahúsgarðinum en þau stofnuðu svokallað Fegrunarfélag til að koma því verkefni á koppinn. Sá garður er löngu orðinn dásamlegur unaðsreitur. Hátíðin hefur þróast í ýmsar áttir í gegnum tíðina en alltaf haldið sama kjarna í dagskránni þ.e. skrúðgöngu með Vetur konung og Sumardísina í fararbroddi. Vetur konumgur hefur síðan afhent Sumardísinni völdin. Þau hafa alla tíð verið klædd í búninga sem forvígiskonurnar saumuðu.
Meira

Hjalti Pálsson útnefndur heiðursborgari Svf. Skagafjarðar á útgáfuhátíð Byggðasögunnar

Í gærkvöldi náðist loks að halda útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar en tíunda og jafnframt seinasta bindi ritraðarinnar kom út skömmu fyrir síðustu jól en tafir urðu á athöfn vegna Covid. Í lok dagskrár var Hjalti Pálsson, ritstjóri verksins, útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Litaregn á öskudegi

Það voru kannski óvenju fáar heimsóknir í Nýprent og Feyki þennan öskudaginn enda sjálfsagt óvenju margir að basla með Covid og aðra kvilla þessa fyrstu daga eftir tilslakanir. Það voru þó nokkrir kátir krakkahópar sem litu við, flestir í skrautlegri kantinum, og þáðu pínu nammi fyrir söng. Inn poppaði brúðarmær, pizzasneið, ruslapokar, jólasveinar, bófar og beinagrindur, fáeinir hundar, prinsessur, Harry Potter og nokkrar kökusneiðar með logandi kertum svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Blönduósi kemur ekki dúr á auga

Víða á landsbyggðinni er talsverð uppbygging í gangi þessi misserin og það á ekki síst við á Blönduósi, bænum sem aldrei sefur, svo vitnað sé í einn af máttarstólpum samfélagsins. Feykir fékk að birta nokkrar framkvæmdamyndir frá í febrúar úr safni Róberts Daníels Jónssonar sem fangar flest á minniskortið sem vert er að festa á mynd.
Meira

Hrímhvítur og hrollkaldur desemberdagur

Það var kaldur en fallegur dagur í Skagafirði í gær og eftir frostþoku sem læddist inn í Krókinn við sólhvörf, stysta dags ársins sl. þriðjudag, varð allt þakið hvítum hrímfeldi sem gerði umhverfið örlítið jólalegra. Ekki skemmdi fyrir að sólarupprásin var einkar falleg sem gaf góð fyrirheit um bjartan og fallegan dag. Feykir fór á stúfana og fangaði nokkrar náttúrupásur.
Meira