Ljósmyndavefur

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, sótti Skagfirðinga heim á sumardeginum fyrsta

Þó að nokkuð sé liðið frá sumardeginum fyrsta er gaman að segja frá því að Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, safnaði saman, þann daginn, virkum hjólurum á Ráðhústorgið á Akureyri og brunuðu yfir 30 mótorhjól út úr bænum og yfir í Skagafjörð og gerði stans í Varmahlíð. Alvöru sumardagur 12-17 stiga hiti og sól.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira

Það sem lífið getur verið skemmtilegt :: Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna

Miðaldra kona hlýtur að spyrja sig hvaða erindi leikrit sem er nánast jafngamalt henni sjálfri eigi við nútímafólk. Því var svarað á einni kvöldstund í Höfðaborg á Hofsósi þegar undirrituð skellti sér á sýninguna Saumastofuna. Hafði að vísu gægst aðeins á bakvið tjöldin á meðan á æfingarferlinu stóð, en þeim mun skemmtilegra að sjá hinn endanlega afrakstur sex vikna stífra æfinga. Skemmst er frá að segja að uppsetningin er vel heppnuð og á þessum rúmum tveimur tímum sem sýningin tekur (að hléinu meðtöldu) er allur tilfinningaskalinn undir.
Meira

Mikið stuð í Tindastól um helgina

Tindastuð 2023 var haldið í þriðja skiptið sl. laugardag á skíðasvæði Tindastóls. Það var mikið um að vera frá morgni til kvölds, Íslandsmeistaramót í snocrossi, skíða- og snjóbrettaupplifun í brekkunum og tónleikar um kvöldið. Sigurður Hauksson, staðarhaldari skíðasvæðisins, sagðist vera að ná sér eftir átök helgarinnar er Feykir náði tali af honum gær.
Meira

Snjóflóð í Norðfirði - Myndir

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig og segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að flóðið hafi farið yfir Strandgötu og í sjó fram.
Meira

Bjarni Jónsson heimsótti stríðshrjáða Úkraínu :: „Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði Zelensky forseti Úkraínu

Bjarni Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður utanríkismálanefndar, heimsótti hið stríðsþjáða land Úkraínu á dögunum, réttu ári eftir innrás Rússa í landið. Mikil leynd ríkti yfir ferðum Bjarna og annarra gesta í sömu ferð og segir Bjarni m.a. að hann hafi ferðast með myrkvaðri lest yfir nótt til Kiev í Úkraínu frá Póllandi þann 22. febrúar. Til baka kom hann svo 25. sama mánaðar og tók það ferðalag um tólf klukkustundir.
Meira

Sannkallað fjölskyldufjör í Glaumbæ í vetrarfríinu

Um áttatíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman mánudaginn 27. febrúar, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði.
Meira

Öskudagurinn er einn allra besti dagur ársins

Það var öskudagur í gær og hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, vappandi um göturnar með poka í hönd eða á baki. Síðan voru fyrirtæki og stofnanir heimsótt um allar trissur og sungið í skiptum fyrir eitthvað sætt.
Meira

Kynning á trérennismíði hjá Félagi eldri borgara í Skagafirði

Félag eldri borgara í Skagafirði fékk góða heimsókn um sl. helgi, en þá komu tveir félagar frá Félagi trérennismiða á Íslandi, þeir Örn Ragnarsson, sem er formaður félagsins, og Ebenezer Bárðarson. Kynntu þeir trérennsli og brýningu rennijárna.
Meira

Þakplötur fuku í óveðri síðustu daga í Skagafirði

Það hefur blásið hressilega á landinu síðustu daga enda djúpar lægðir vaðið yfir hauður og haf. Þrátt fyrir það voru útköll björgunarsveita á Norðurlandi vestra í lágmarki en á Skagaströnd slitnaði einn bátur upp en hékk á einum enda þegar að var komið og á Fremri-Kotum í Norðurárdal fauk gafl upp og hurðir af bragga á laugardaginn sem Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sinnti. Þar voru þakplötur einnig festar og þær sem höfðu losnað tryggðar niður.
Meira