Það sem lífið getur verið skemmtilegt :: Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Það var lagið, Mannlíf
04.04.2023
kl. 09.15
Miðaldra kona hlýtur að spyrja sig hvaða erindi leikrit sem er nánast jafngamalt henni sjálfri eigi við nútímafólk. Því var svarað á einni kvöldstund í Höfðaborg á Hofsósi þegar undirrituð skellti sér á sýninguna Saumastofuna. Hafði að vísu gægst aðeins á bakvið tjöldin á meðan á æfingarferlinu stóð, en þeim mun skemmtilegra að sjá hinn endanlega afrakstur sex vikna stífra æfinga. Skemmst er frá að segja að uppsetningin er vel heppnuð og á þessum rúmum tveimur tímum sem sýningin tekur (að hléinu meðtöldu) er allur tilfinningaskalinn undir.
Meira