Hátíðleg stund á höfninni - Myndasyrpa
Fjöldi fólks var viðstatt hátíðlega vígslu og skírn Drangeyjar SK 2, nýjasta togara flotans fyrr í dag. Áður en Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar, lét kampavínsflöskuna skella á skipsskrokki, höfðu Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri; Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Ásta Pálmadóttir haldið tölu í tilefni dagsins. Eftir að skipið hafði fengið nafn með formlegum hætti, blessaði séra Sigríður Gunnarsdóttir hið nýja og glæsilega skip og óskaði því velfarnaðar í framtíðinni. Að athöfn lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar og skoða skipið.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.