Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina
Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Það voru um 120 lið sem tóku þátt að þessu sinni frá 20 félögum og voru Akureyringar duglegir að senda krakka á mótið en 19 lið komu frá KA og 14 lið frá Þór. Annars voru liðin víðsvegar að af landinu; Höfuðborgarsvæðinu, Austfjörðum, Vestfjörðum... ja, eiginlega alls staðar að nema af Suðurlandinu. Þá mættu liðin úr nágrenninu á Króksmótið; Smári Varmahlíð, Neisti Hofsósi, Hvöt Blönduósi og Kormákur frá Hvammstanga.
Ekki var annað að sjá en að keppendur væru í góðu stuði vel hvattir af líflegu stuðningsmannaliði. Hér má sjá nokkrar myndir sem blaðamaður Feykis náði í kringum hádegið í gær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.