Hrímhvítur og hrollkaldur desemberdagur
Það var kaldur en fallegur dagur í Skagafirði í gær og eftir frostþoku sem læddist inn í Krókinn við sólhvörf, stysta dags ársins sl. þriðjudag, varð allt þakið hvítum hrímfeldi sem gerði umhverfið örlítið jólalegra. Ekki skemmdi fyrir að sólarupprásin var einkar falleg sem gaf góð fyrirheit um bjartan og fallegan dag. Feykir fór á stúfana og fangaði nokkrar náttúrupásur.
Gera má ráð fyrir köldum jólum á Norðurlandi vestra en Veðurstofan spáir norðaustan 5-10 og stöku él á annesjum og Ströndum, en hægari og þurrt í innsveitum. Frost 0 til 8 stig í dag og nótt.
Á laugardag (jóladagur):
Austan 3-10 m/s, en gengur í norðaustan 10-15 á Vestfjörðum. Dálítil él við austurströndina og síðar einnig norðanlands. Þurr og bjart um landið suðvestanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á sunnudag (annar í jólum) og mánudag:
Norðaustan 8-15. Él norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Frost víða 0 til 5 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá gærdeginum:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.