Ljósmyndavefur

Erfitt útkall í Hjaltadal

Síðastliðinn mánudag fengu björgunarsveitirnar í Skagafirði og Eyjafirði, sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki ásamt Landhelgisgæslunni boð um slasaðan göngumann á Hjaltadalsheiði. Hafði hann hrasað í brattri skriðu í fjalllendinu. Strax var ljóst að um mikið og erfitt verkefni væri að ræða og því var mikilvægt að undirbúa sig vel.
Meira

Kristjana og Svavar Knútur fóru á kostum

Í gærkvöldi fóru fram stórmagnaðir tónleikar í Gránu en þar komu fram þau Kristjana Stefáns og Svavar Knútur og heilluðu viðstadda upp úr skónum. Þau fluttu að mestu lög af nýútkomnum geisladiski sem kallast Faðmlög og er stútfullur af snilld, gömlu í bland við nýtt og gleði og fegurð.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Stólarnir sterkari í grannaslagnum

Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

67 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 41. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag að viðstöddum nánustu aðstandendum brautskráningarnema. Alls brautskráðust 67 nemendur og þá hefur Feykir sagt frá því fyrr í dag að Þorri Þórarinsson náði þeim einstaka áfanga að fá 10 í meðaleinkunn, að öllum líkindum fyrstur nemenda í 41 árs sögu skólans.
Meira

Gleðiganga Árskóla

Hin árlega gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag í ekta íslensku vorveðri, sunnan roki og rigningu á köflum. En það var ekki að sjá á andlitum grunnskólanemanna að veðrið væri ekki eins og best væri á kosið þar sem flestir voru skælbrosandi og glaðbeittir enda um gleðigöngu að ræða.
Meira

Gengið á Tindastól í blíðviðri

Það var blíðan í gær á Norðurlandi vestra og margir notuðu tækifærið og viðruðu sig pínulítið. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson tók sig til og gekk á Tindastól ásamt Ernu konu sinni og hundinum Hrappi en þau fóru upp að Einhyrningi syðri sem er í 795 metra hæð og útsýnið hreint magnað.
Meira

Það vorar í Fljótum

Það er óhætt að fullyrða að það vanti ekki snjó í Fljótin þó komið sé að mánaðamótum apríl og maí. Eftir leiðindatíð í vetur, þar sem fáir góðviðrisdagar létu sjá sig og snjó kyngdi niður, þá skall á með logni í síðustu viku. Þó snjórinn hafi minnkað töluvert síðustu vikurnar þá er nokkuð í að tún láti á sér kræla, aðeins nokkrir hólar og hæðir sem stinga ljósbrúnum kolli upp út kaldri hvítunni.
Meira

Útdráttur jarðstrengsins hafinn

Nú á laugardaginn hóf Steypustöð Skagafjarðar útdrátt á 66kV jarðstrengnum sem verið er að setja í jörð á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Strengurinn, sem Landsnet lætur leggja, mun auka afhendingaröryggi rafmagns á svæðinu en um nokkurt skeið hefur verið óánægja á Sauðárkróki vegna tíðra rafmagnsbilana.
Meira

Sibbi mættur með Mini-inn á götuna

Verkefnið hefur tekið dágóðan tíma en í síðustu viku skellti Sibbi sér loks á rúntinn á uppgerðum og glæsilegum 40 ára gæðingi, fagurrauðum Austin Mini, eftir að hafa dundað og dúllað við að gera þann litla upp síðan vorið 2005 þegar hann eignaðist bílinn. Fyrst fór hann smá rúnt með dætur sínar, Helgu og Önnu Jónu heitna, frá verkstæðinu sínu á Sæmundargötunni, út að Rafsjá og til baka. Síðan hófst hann handa við að rífa bílinn til grunna. „Helga sá um að rífa innan úr hurðunum og það stóð til að bíllinn yrði tilbúinn þegar hún fengi bílpróf 2009 – það klikkaði aðeins,“ segir Sibbi kíminn.
Meira