Blönduósi kemur ekki dúr á auga

Séð yfir Blönduós ... og Blönduós. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Séð yfir Blönduós ... og Blönduós. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Víða á landsbyggðinni er talsverð uppbygging í gangi þessi misserin og það á ekki síst við á Blönduósi, bænum sem aldrei sefur, svo vitnað sé í einn af máttarstólpum samfélagsins. Feykir fékk að birta nokkrar framkvæmdamyndir frá í febrúar úr safni Róberts Daníels Jónssonar sem fangar flest á minniskortið sem vert er að festa á mynd.

Á myndunum má sjá framkvæmdir við uppbyggingu á gagnaverssvæðinu og glæsilegt nýtt rúmlega 1700 fermetra atvinnuhúsnæði í Miðholti sem skiptist í ellefu misstórar einingar en framkvæmdir hófust á síðasta ári. Einnig eru myndir frá vinnu við nýbyggingu Vilko við Ægisbraut 2 þar sem sérhæfð matvæla- og heilsuvöruframleiðsla verður til húsa en fyrsti áfangi hússins er um 440 fermetrar. Loks má sjá myndir frá stækkun við Kjörbúðina á Blönduósi þar sem til verður verslunar- og þjónustukjarni.

Það er ekki skrítið á Blönduósingar þori varla að blikka auga þessa dagana – það gæti sprottið upp hús á meðan!

- - - - - 

> Mikið byggt á Blönduósi | frétt á Feykir.is frá 20. október 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir