Íþróttir

Frábær árangur Tindastólskrakka á badmintonmótum undanfarið og nóg framundan

Á Facebook-síðu Badmintondeildar Tindastóls segir að um nýliðna helgi fór Landsbankamót ÍA fram á Akranesi þar sem keppt var í einliðaleik og tvenndarleik. Tindastóll sendi fjóra keppendur til leiks, þau Sigurbjörgu Sól og Víking Tý sem kepptu í U13, Júlíu Marín sem keppti í U15 og Emmu Katrínu sem keppti í U17. Tindastólskrakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu öll til verðlauna á þessu móti.
Meira

Annað mót í Skagfirsku mótaröðinni var þann 1. mars sl.

Þann 1. mars sl. fór fram annað mót í Skagfirsku mótaröðinni í Svaðastaðahöllinni þar sem keppt var í fimmgangi og tölti. Í liðakeppninni var það lið Toppfólks sem sigraði í þessum greinum en á síðasta móti, þegar keppt var í fjórgangi, var það Lopapeysuliðið sem sigraði liðakeppnina. Staðan er því nokkuð jöfn hjá tveimur efstu liðunum en það munar ekki nema 29 og hálfu stigi og trónir Toppfólk á toppnum. 
Meira

Glæsileg frammistaða PKS krakka á Dartung sl. helgi

Um helgina fór fram fyrsta umferð í Dartung sem er unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is í pílukasti. Þetta er mót fyrir unga pílukastara á aldrinum 9-18 ára og var mótið haldið í aðstöðu Pílukastfélags Reykjanesbæjar. Sex krakkar tóku þátt á mótinu að þessu sinni frá PKS, tvær stelpur og fjórir strákar, og var þetta fyrsta mót þeirra allra fyrir utan Skagafjörð. Þeir sem fóru fyrir hönd PKS voru Arnór Tryggvi Friðriksson, Birna Guðrún Júlíusdóttir, Friðrik Elmar Friðriksson, Friðrik Henrý Árnason, Nína Júlía Þórðardóttir og Sigurbjörn Darri Pétursson. Á Facebook-síðu PKS segir að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega vel og afraksturinn hafi verið tvö brons og tvö silfur. 
Meira

Belgar höfðu betur gegn íslenska U17 landsliðinu

Íslenska stúlknalandsliðið U17 tekur nú þátt í síðari umferð í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins U17 landsliða í knattspyrnu. Riðillinn er leikinn á Spáni og í gær mætti Ísland liði Belgíu í spænsku rigningarveðri. Tvær Tindastólsstúlkur eru í 20 stúlkna hópi Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara og komu þær báðar við sögu í 2-3 tapi.
Meira

0-10 fyrir andstæðinga Tindastóls í dag

Tveir fótboltaleikir fóru fram í Lengjubikarnum á Króknum í dag og líkt og Feykir lofaði í gær þá var boðið upp á skagfirskt logn og glampandi sól og um það bil eitt hitastig á meðan leikir stóðu yfir. Strákarnir fengu fyrst Magna Grenivík á teppið í hádeginu og svo tóku Stólastúlkur á móti liði Þróttar kl. 15. Leikirnir verða ekki breiðletraðir í sögu Tindastóls en samanlagt fóru þeir 0-10 fyrir andstæðingana.
Meira

Það er fótboltadagur á morgun

Meistaraflokkar Tindastóls spila bæði heimaleiki í Lengjubikarnum á morgun, laugardaginn 8. mars. Strákarnir ríða á vaðið en þeir mæta liði Magna Grenivík kl. 12 á hádegi en Stólastúlkur fá sterkt lið Þróttar Reykjavík í heimsókn kl. 15. Lið Kormáks/Hvatar spilar ekki í Lengjubikarnum þessa helgina.
Meira

Pönnukökubakstur í Síkinu

Keflvíkingar eru jafnan góðir gestir í Síkinu en sjaldan hafa þeir verið jafn góðir gestir og í gærkvöldi. Þeir héldu sig til baka og voru ekki að trana sér fram eða að stela athyglinni frá gestgjöfunum. Þetta var eiginglega of mikið og það var nánast bara eitt lið í Síkinu í fyrri hálfleik en eftir hann leiddu Stólarnir 62-27. Síðari hálfleikurinn var því nánast formsatriði og fór svo að lokum að þó Keflvíkingar vöknuðu eilítið til lífsins í síðari hálfleik þá gekk þeim ekkert að saxa á forskot heimamanna sem unnu leikinn af fádæma öryggi, 116-79.
Meira

Allir í Síkið!

Við viljum benda Skagfirðingum og öllum þeim sem halda með Tindastól á að það er leikdagur í dag. Strákarnir eiga leik á móti Keflavík kl. 19:15 en veislan byrjar að sjálfsögðu á því að mæta kl. 18:30 upp í íþróttahús og sprengja í sig eins og einum hammarra ef ekki tveim... Dressa sig upp í Tindastólsbúðinni svo maður verðir sér ekki til skammar í stúkunni þegar kameran rúllar yfir áhorfendastúkuna. Það má enginn halda að þú sért þarna til að styðja við Keflavík og þá er nú gott að vera með allavega eitt Tindastólsmerki á sér hvort sem það er á derhúfunni, bolnum, peysunni, bindinu, crocs skónum já eða á náttbuxunum...
Meira

Benni hættir með kvennalandsliðið

Á heimasíðu kki.is segir að Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019 og á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leikjum og unnust sex af þeim. Á þessum tíma fór liðið í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
Meira

Sorglegur seinni hálfleikur reyndist dýrkeyptur

Kvennalið Tindastóls í körfunni mátti þola þungt tap gegn botnliði Aþenu í Bónus deildinni í gærkvöldi en spilað var í Breiðholtinu. Lið Tindastóls fór ágætlega af stað í leiknum en fyrri hálfleikurinn var hnífjafn. Heimastúlkur tóku síðan völdin í upphafi síðari hálfleiks og fór svo á endanum að þær unnu leikinn, 95-70, en Stólastúlkur voru einu stigi yfir í hálfleik.
Meira