Skemmtiskokk og strandhlaup fyrir alla á Unglingalandsmóti

Frá hlaupaleiðinni í Skógarhlíð. Mynd: Aðsend
Frá hlaupaleiðinni í Skógarhlíð. Mynd: Aðsend
Viltu koma út að hlaupa í fallegri nátturu, fuglasöng og góðum félagsskap?
 
Tvö spennandi hlaup verða á Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þeim báðum.
 
Fyrra hlaupið er skemmtiskokk á fyrsta mótsdegi fimmtudaginn 3. ágúst en hitt er hlaup í strandlengjunni við Sauðárkrók.
 
Skemmtiskokkið
Engin skráning - engin tímataka. Hlaupið um Skógarhlíðina við Sauðárkrók, sem er falin útivistarparadís. Hlaupið er upp með Sauðánni og fallega leið í skóginum og síðar Skógarhlíðinni. Auðvelt að sytta vegalengdina en áætlað er að hreyfa sig í um klukkustund. Við förum af stað frá sundlauginni kl 20:00.
 
Strandhlaup
Strandhlaupið er opið hlaup fyrir unglinga og fullorðna á Borgarsandi, sem er falleg strandlengja við Sauðárkrók. Hlaupið verður sunnudaginn 6. ágúst á milli klukkan 20:00 – 21:00.
Hægt er að hlaupa eftir svartri ströndinni alla leið niður að ósum Héraðsvatna. Engin ein vegalengd í boði og getur hver og einn valið sér hvað á að hlaupa langt. Engin skráning er í hlaupið og allir velkomnir.
 
Hvetjum bæjarbúa til að taka þátt, hlaupandi eða gangandi og sýna gestum okkar að unglingalandsmótið er fjölskylduhátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir