Íþróttir

Stólarnir fluttu þrjú stig heim frá Flúðum

Tindastóll sótti þrjú stig á Próbygg-völlinn á Flúðum í dag en þar spila Uppsveitarmenn heimaleiki sína. Eitt mark dugði til að næla í stigin og með sigrinum þokaðist lið Tindastóls upp í fjórða sæti 4. deildarinnar. Lokatölur 0-1.
Meira

Húnvetningar skutust í annað sætið eftir sigur á Víði

Húnavökuleikurinn fór fram á Blönduósvelli í dag en þá tók lið Kormáks/Hvatar á móti Víði í Garði. Liðin eru bæði í töppbaráttunni í 3. deild en lið gestanna var í öðru sæti fyrir leik en heimamenn í fjórða sæti. Það var því mikið undir og úr varð töluverð veisla, boðið upp á fimm mörk og sem betur fer gerði lið Kormáks/Hvatar fleiri en andstæðingurinn og skaust upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur 3-2.
Meira

„Einn leik í einu og svo sjáum við hvar við endum“

Lið Kormáks/Hvatar er nú á öðru ári sínu í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lið Húnvetninga vann sér sæti í deildinni haustið 2021 og náði fínum árangri síðastliðið sumar undir stjórn Aco Pandurevic þó þunnskipaður hópur og meiðsli hafi næstum kostað liðið sætið. Aco yfirgaf Kormák/Hvöt eftir þrjá leiki og erfiða byrjun í sumar og Ingvi Rafn Ingvarsson tók við stýrinu en hann var einmitt við stjórnvölinn þegar liðið vann sér sæti í 3. deildinni.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki fer vel af stað

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina er hafin og fer vel af stað að sögn skipuleggjenda.
Meira

Húnavökumótið í golfi haldið um helgina

Húnavökumótið í golfi verður haldið um helgina, laugardaginn 15. júlí, á Vatnahverfisvelli við Blönduós.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar fór fram í blíðskaparveðri

Opið kvennamót í golfi fór fram í blíðskaparveðri á golfvellinum í Vatnahverfi við Blönduós síðastliðinn sunnudag en mótið var haldið til minningar um Evu Hrund Pétursdóttir. Í frétt á Húnahorninu segir að 28 konur hafi mætt til leiks og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf í þremur flokkum.
Meira

Helgi Margeirs nýr þjálfari meistaraflokks kvenna!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Helga Frey Margeirsson um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Helgi muni einnig stýra Körfuboltaakademíu FNV sem og að vinna við að sinna Evrópukeppnisverkefni meistaraflokks karla.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Króknum komin á fullt

„Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Við erum búin að opna fyrir skráningu á mótið og geta allir sem vilja skoða hvað er í boði,“ segir í frétt á heimasíðu UMFÍ. Mótið á Króknum verður sannkölluð veisla því boðið verður upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skráð sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst.
Meira

Naumt tap gegn FH í jöfnum leik

Lið Tindastóls skellti sér í Hafnarfjörðinn í dag þar sem FH-stúlkur biðu þeirra í Kaplakrika. Meiðsli og veikindi hrjáðu gestaliðið sem engu að síður barðist af hörku og hefði mögulega geta nælt í stig. Tap reyndist hinsvegar útkoman þegar upp var staðið en FH gerði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni

Í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér í dag kemur fram að karlalið félagsins muni taka þátt í Evrópukeppni á komandi tímabili. Liðið hefur verið skráð til keppni í FIBA Europe Cup þar sem eigast við lið hvaðanæva að úr Evrópu.
Meira