Íþróttir

Tindastóll/Hvöt/Kormákur vann B-deildina í 4. flokki kvenna

Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4. flokki kvenna sendi 23 stelpur í tveimur liðum til leiks á Stefnumót KA í Boganum sl. helgi. Spilað var föstudag, laugardag og sunnudag og stóðu þær sig allar mjög vel og lögðu sig 100% fram. Spilaður var mjög skemmtilegur fótbolti sem skilaði stelpunum í liði eitt sigri í B-deildinni. 
Meira

Fræðsludagur UMSS

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Meira

Íþróttir í sólarhring

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að 10. bekkur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Meira

Svekkjandi tap á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla tók á móti Stjörnunni í Síkinu fimmtudaginn 9. nóvember. Stjarnan var búin að vera á blússandi siglingu fram að þessum leik og máttu því Stólarnir eiga vona á kröftugum leik þar sem fréttir bárust að Pétur Rúnar yrði með í leiknum.
Meira

Hvöt átti eitt lið á Goðamóti Þórs í 5. flokki drengja

Á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að Hvöt hafi sent frá sér eitt lið í 5. flokki drengja á Goðamót Þórs sem haldið var í Boganum á Akureyri sl. helgi. Er þetta mót algjör veisla fyrir unga knattspyrnuiðkendur og gekk ýmislegt á eins og fylgir svona mótum. Liðið vann nokkra góða sigra, gerði eitt jafntefli en einnig nokkur svekkjandi töp í hörku leikjum en allt er þetta mjög lærdómsríkt fyrir liðið og fer því beint í reynslubankann. Flottir strákar hér á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Áfram Hvöt!
Meira

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ í Síkinu í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. Hamborgararnir á sínum stað frá 18:15 eins og fram kemur á Facebooksíðu deildarinnar. Tindastólsbúðin verður að sjálfsögðu opin og hægt að nálgast árskortin. Fjölmennum í Síkið. Áfram Tindastóll 
Meira

Stólastúlkur unnu Hamar/Þór Þ. með minnsta mögulega mun

Það var fínasta mæting í Síkið í gær þegar Stólastúlkur tóku á móti Hamar/Þór Þ., miðvikudaginn 8. nóvember. Hammararnir seldust upp og mikil spenna fyrir leiknum því gestirnir sátu í 2. sæti í deildinni og Stólastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og því von á kröftugum leik.
Meira

Þórður Ingi vann efstu deildina

Fjórða Kaffi Króks innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar var 7. nóvember og mættu 19 einstaklingar til leiks. Spilað var í fjórum deildum að þessu sinni og var keppnin skemmtileg og spennandi eins og alltaf.
Meira

Stólastúlkur sigruðu Ármann

Þau gleðitíðindi bárust, seinnipartinn á sunnudaginn, að Stólastúlkur sigruðu Ármann 55-70 í laugardagshöllinni og er þetta í fyrsta skipti sem Tindastóll sigrar Ármann í kvennaboltanum.. Ekki nóg með það þá bættist einn nýr leikmaður við liðið fyrir leikinn og virðist sem allt sé að smella hjá Stólastúlkum þessa dagana.
Meira

Íþróttagarpurinn Birgitta Rún Finnbogadóttir frá Skagaströnd

Birgitta Rún Finnbogadóttir er 15 ára fótboltastelpa sem býr á Hólabrautinni á Skagaströnd. Fótboltasumarið hennar hefur verið hreint ævintýri en hún og vinkona hennar á Skagaströnd, Elísa Bríet Björnsdóttir, komu heldur betur á óvart með meistaraflokki Tindastóls í sumar og voru búnar að festa sér sæti í hópnum og farnar að spretta úr spori í Bestu deildinni. Sennilega ekki eitthvað sem þær áttu von á í vor þegar tímabilið var að hefjast. Birgitta er því íþróttagarpurinn í Feyki að þessu sinni og fær svo nokkrar aukaspurningar tengdar sumrinu.
Meira