Íþróttir

Tóti túrbó með þrefalda tvennu í leiknum gegn Breiðablik

Í gær, fimmtudaginn 2. nóvember, var spiluð 5. umferð í Subway-deild karla og mætti Tindastóll í Smárann að spila við Breiðablik. Fyrir leikinn sátu Stólarnir í 3. sæti í deildinni með þrjá sigar og eitt tap en Blikar í því neðsta með fjögur töp. Tindastólsmenn spiluðu enn og aftur án Péturs Rúnars, Sigtryggs Arnars og Davis Geks en fyrir vikið fengu Orri, Veigar og Hannes stærra hlutverk og skiluð þeir því vel. 
Meira

Tap á móti Valsmönnum

Meistaraflokkur karla tók á móti Val sl. föstudagskvöld og var bæði geggjuð mæting og stemning í Síkinu sem minnti helst á úrslitaeinvígið í vor. Fyrir leikinn voru Helga Rafni Viggóssyni þökkuð störf hans fyrir fèlagið og fékk treyjan hans sinn stað uppi í rjáfri en hann hefur spilað hvorki meira né minna en 22 tímabil fyrir félagið. Geri aðrir betur. Farið verður yfir feril Helga Rafns í kynningarblaði Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn 2023/2024, sem kemur út á næstu vikum og verður dreift í öll hús á Króknum. 
Meira

Stólastúlkur sigruðu Stjörnuna

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta heimaleik í Síkinu sl. laugardag þegar þær fengu ungmennaflokk Stjörnunar í heimsókn. Lokatölur voru 85-65 fyrir Stólastúlkum og náðu þær þar með í sinn fyrsta sigur í vetur.
Meira

Elísa Bríet og Saga Ísey boðaðar á U-16 landsliðsæfingar 6.-8. nóvember

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-16 kvenna hefur boðað Elísu Bríeti Björnsdóttur og Sögu Ísey Þorsteinsdóttur til æfinga með U-16 landsliðshópnum sem fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsinu í Garðabæ, dagana 6.- 8. nóvember.  
Meira

Búið að draga í 16 liða úrslit í Vís bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna miðvikudaginn 25. október og spilar Mfl. kvenna á móti Njarðvík dagana 9-10. desember. Mfl. karla spilar svo á móti Breiðablik dagana 10-11. desember. Viðureign mfl. kvenna verður þeim erfið þar sem Njarðvík situr í 3. sæti í Subway-deildinni með átta sig eftir fjóra sigra og tvö töp. Tindastóll situr aftur á móti í 7. sæti í 1. deildinni eftir tvo spilaða leiki sem báðir, því miður, töpuðust. Leikur meistaraflokks karla ætti hins vegar að vera í auðveldari kanntinum þar sem Breiðablik situr í neðsta sæti Subway-deildarinnar með núll stig eftir þrjá leiki en Stólastrákarnir sitja í 2. sæti en eru jafnir stigum við Njarðvík sem situr á toppnum.
Meira

Aðalheiður Bára lenti í 2. sæti á Íslandsmóti ÍF sem haldið var á Króknum í flokki BC 1 til 5

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia í Síkinu á Sauðárkróki. Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn en einn keppandi frá Grósku, íþróttafélagi fatlaðara í Skagafirði, lenti í verðlaunasæti á mótinu. Það var Aðalheiður Bára Steinsdóttir sem lenti í 2. sæti í flokknum BC 1 til 5.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir upp samningi við Stephen Domingo

Í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samningnum við Stephen Domingo hafi verið sagt upp. Samið var við Domingo í september og spilaði því aðeins nokkra leiki með Tindastól. Sem áhorfandi sýndist mér Domingo ekki alveg ná að smella inn í það hlutverk sem honum var ætlað. Þá þakkar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Stephen Domingo fyrir veru sína hjà félaginu og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. 
Meira

Tveir sigrar sömu helgi

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék leik í Subway-deildinni föstudaginn 20. október þegar Tindastóll sótti Grindavík heim. Frábær leikur sem endaði með sigri Tindastóls eftir að leikurinn fór í framlengingu. Lokatölur í leiknum voru 96 stig Grindvíkinga á móti 106 stigum hjá Tindastól.
Meira

Fyrsti leikur Tindastóls í VÍS bikarnum á morgun, 22. október

Já nú er lag því ekki nóg með að strákarnir í mfl. hafi verið að spila í gær í deildinni þá byrjar VÍS bikarinn á morgun, 22. október, stuðningsmönnum Tindastóls til mikillar gleði. Leikurinn fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR kl. 19:15 og hvetjum við enn og aftur alla þá sem halda með Tindastól að mæta á heimavöll ÍR og láta í sér heyra. Eins og Tindastóll hefur ÍR unnið alla sína leiki en þeir eru að spila í 1. deildinni þetta tímabilið en ég efast um að þeir ætli sér að leyfa Stólunum að valta yfir sig í þessum leik og má því búast við skemmtilegum körfubolta annaðkvöld. Áfram Tindastóll!
Meira

Grindavík tekur á móti Stólunum í kvöld

Þeir sem ekki vita það vita það þá núna að Tindastóll á leik á móti Grindavík í HS orku höllinni kl. 19:15 í kvöld. Við hvetjum alla stuðningsmenn Tindastóls á stór Reykjavíkursvæðinu að bruna í Grindavík og styðja við strákana. Við hin þurfum bara að öskra á imbakassann eða fylgjast með stattinu og tökum svo við keflinu í næsta heimaleik sem verður ekki á verri endanum því Valur mætir á Krókinn 27. október. Sá leikur verður eflaust erfiðari fyrir okkar menn en leikurinn í kvöld því Grindavík hefur ekki unnið neinn leik, tapaði bæði á móti Álftanesi og Hetti. Það verður því alvöru stemning á Króknum eftir viku. Áfram Tindastóll!
Meira