Lið Kormáks/Hvatar í bullandi toppbaráttu að lokinni fyrri umferð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
09.07.2023
kl. 11.58
Það var toppbaráttuslagur í 3. deildinni í gær þegar leikmenn Kormáks/Hvatar sóttu lið Augnabliks heim í Fífuna í Kópavogi. Fyrir leikinn var lið Húnvetninga í öðru sæti deildarinnar en heimamenn í því fjórða. Það fór svo að Augnablik hafði betur, 2-1, og nú þegar keppni í 3. deildinni er hálfnuð þá er Kormákur/Hvöt í fjórða sæti með 20 stig, Augnablik í þriðja með 21, Víðir í öðru sæti með 22 stig og á toppnum er lið Reynis Sandgerði með 25 stig.
Meira