Íþróttir

Lið Kormáks/Hvatar í bullandi toppbaráttu að lokinni fyrri umferð

Það var toppbaráttuslagur í 3. deildinni í gær þegar leikmenn Kormáks/Hvatar sóttu lið Augnabliks heim í Fífuna í Kópavogi. Fyrir leikinn var lið Húnvetninga í öðru sæti deildarinnar en heimamenn í því fjórða. Það fór svo að Augnablik hafði betur, 2-1, og nú þegar keppni í 3. deildinni er hálfnuð þá er Kormákur/Hvöt í fjórða sæti með 20 stig, Augnablik í þriðja með 21, Víðir í öðru sæti með 22 stig og á toppnum er lið Reynis Sandgerði með 25 stig.
Meira

Mikilvægur sigur Stólanna á liði KÁ

Tindastólsmenn hrisstu af sér svekkelsistap helgarinnar þegar þeir tóku á móti Hafnfirðingum í liði KÁ á Sauðárkróksvelli í gær. Gestirnir voru sæti ofar en Stólarnir fyrir leik og voru það raunar eftir leik líka en bilið nú tvö stig í stað fimm.Stólarnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og höfðu í raun tryggt sér stigin snemma í síðari hálfleik. Lokatölur 3-1 og mikilvæg stig á töfluna fyrir lið Tindastóls.
Meira

Besta liðið í Bestu deildinni gaf engin grið

Stólastúlkur hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn liði Breiðabliks í gegnum tíðina. Liðin hafa svo sem ekki mæst oft enda Blikar jafnan verið með eitt sterkasta liðið í efstu deild kvennaboltans en það er fyrst nú síðustu árin sem lið Tindastóls hefur náð þeim eftirtektarverða árangri að spila með þeim bestu. Stólastúlkur heimsóttu Blikaliðið í Kópavog nú á þriðjudagskvöldið og því miður reyndust heimastúlkur númeri of stórar fyrir okkar stúlkur sem máttu sætta sig við 4-0 tap.
Meira

„Það skortir ekki metnaðinn hjá krökkunum okkar“

Stór hópur skagfirsks íþróttafólks lætur nú hendur standa fram úr ermum á Gautaborgarleikunum í frjálsum, eða Heimsleikum ungmenna, sem fram fara þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð. Feykir setti sig í samband við Ástu Margréti Einarsdóttur, yfirþjálfara yngri flokka frjálsíþróttadeildar Tindastóls, en hún hefur í mörg horn að líta á meðan á mótinu stendur, enda með 23 keppendur á sínum snærum.
Meira

Kennslubókardæmi um svekkelsi í Kópavogi

Það má svekkja sig á ýmsu. Til dæmis að fara út að borða á fínum stað en finnast maturinn ekkert spes. Sumir svekkja sig með því að stíga á vigtina. Svo er svona svekkelsi eins og leikmenn Tindastóls upplifðu í dag þegar þeir lutu í gras í Fagralundi í Kópavogi. KFK sigraði Tindastól 1-0.
Meira

Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir sigur á Magna

Lið Kormáks/Hvatar heldur áfram að brillera í 3. deildinni nú í sumar og eftir sterkan sigurleik á liði Magna frá Grenivík í gærkvöldi þá er liðið nú í öðru sæti 3. deildar með 20 stig að loknum tíu umferðum. Deildin er skemmtilega jöfn og augljóst að ekki er hægt að bóka neinn sigur fyrirfram. Niðurstaðan á Blönduósvelli 2-1 sigur og Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir iðnaðarsigur á Magna.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Orra og Veigar

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina efnilegu bræður Orra Má og Veigar Örn Svavarssyni um að leika með liðinu næstu tvö ár. Þetta eru sannarlega ánægjulegar fréttir enda nauðsynlegt að hlúa vel að ungum og upprennandi leikmönnum því þeir eru jú framtíðin.
Meira

Guðmundur Ágúst sigraði opna Hlíðarkaupsmótið

Hið árlega opna Hlíðarkaupsmót Golfklúbbs Skagafjarðar var haldið sl. laugardag á Hlíðarendavelli.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar – Opið kvennamót hjá Golfklúbbnum Ós á Blönduósi

Minningarmót Evu Hrundar fer fram sunnudaginn 9. júlí nk. á Vatnahverfisvelli.
Meira

Murr hélt upp á 100. leikinn með sigurmarki í Keflavík

Eftir þrjá slæma skelli í síðustu þremur umferðum nældu Stólastúlkur í sætan sigur í Keflavík í kvöld. Leikurinn var bísna fjörugur framan af en eina mark leiksins leit dagsins ljós á 32. mínútu þegar Murr skoraði annað mark sitt í sumar eftir góðan undirbúning Aldísar Maríu. Sigurinn var mikilvægur í ljósi þess að Eyjastúlkur höfðu lagt Selfoss í gras fyrr í dag en sigur Tindastóls þýddi að liðið skaust að nýju upp fyrir ÍBV og er í áttunda sæti Bestu deildarinnar.
Meira