Svekkjandi tap á móti Stjörnunni

Pétur Rúnar Birgisson. Mynd: Sigurður Ingi Pálsson.
Pétur Rúnar Birgisson. Mynd: Sigurður Ingi Pálsson.

Meistaraflokkur karla tók á móti Stjörnunni í Síkinu fimmtudaginn 9. nóvember. Stjarnan var búin að vera á blússandi siglingu fram að þessum leik og máttu Stólarnir því eiga vona á kröftugum leik þar sem fréttir bárust að Pétur Rúnar yrði með í leiknum. 

Stjörnumenn virtust örlítið utan við sig í leiknum sem var kannski bara gott fyrir Stólana en fyrsti leikhlutinn fór 22-17 fyrir Tindastól sem var sögulega langur að líða því mikið gekk á. Í öðrum leikhluta hvarf neistinn hjá Stólunum og Stjörnumenn komust á bragðið og tóku leikhlutann 10-23 og því staðan í hálfleik 32-40 fyrir Stjörnunni. Í þriðja leikhluta voru Stólastrákarnir mjög ákveðnir og ætluðu sér greinilega að taka leikinn í sínar hendur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 54-56 fyrir Stjörnunni. Það stefndi því í svakalegar tíu mínútur, sem og varð raunin, því staðan eftir venjulegan leiktíma var 70-70 og því framlenging. Því miður tók Pétur Rúnar ekki þátt í henni því hann gat greinilega ekki meir enda skiljanlegt en Stjörnumenn mættu mikið ákveðnari til leiks og lönduðu sigri eftir dramatískar lokamínútur. Lokastaðan því 78-84 fyrir Stjörnunni.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var eins og áður frábær og hélt uppteknum hætti og skilaði þrefaldri tvennu, skoraði 26 stig, tók 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Callum Lawson skoraði 20 stig, níu fráköst og eina stoðsendingu. Adomas Drungilas var með 13 stig, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar. Pétur Rúnar var með 13 stig og eitt frákast. Ragnar var með þrjú stig og sjö fráköst. Hannes tók að sjálfsögðu einn stemningsþrist.

Næsti leikur er við Njarðvík í Ljónagryfjunni föstudaginn 17. nóvember kl. 19:15. 

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir