Íþróttir

Ungir skagfirskir frjálsíþróttakrakkar stóðu sig frábærlega á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára fór fram á Selfossi dagana 23.-25 júní. Um 200 krakkar frá 14 félögum víðs vegar að af landinu voru skráð til leiks. Keppendur frá frjálsíþróttadeild Tindastóls og frá Smára í Varmahlíð sóttu Selfoss heim og náðu frábærum árangri á mótinu.
Meira

Stólarnir spiluðu sambabolta í blíðunni á Króknum

Það sló í 20 gráðurnar á Króknum í gær þegar Tindastóll og Hamar mættust í 4. deildinni og því upplagt að spila sambabolta. Sem var það sem leikmenn Tindastóls gerðu því strákarnir sýndu lipra takta og skoruðu fimm gullfalleg mörk sem glöddu óvenju fjölmennan hóp stuðningsmanna sem skemmti sér hið besta á leiknum. Lokatölur voru 5-1 fyrir heimamenn sem hafa nú komið sér fyrir í efri hluta deildarinnar.
Meira

Frábært ÓB-mót í brakandi blíðu á Króknum

Þá er ÓB-móti Tindastóls sem fram fór á Sauðárkróki nú um helgina lokið. Að sögn mótsstjóra, Lee Ann Maginnis, voru um 550 keppendur á mótinu sem er skemmtileg tala á Króknum. Það voru því rétt tæplega 100 lið mætt til leiks og að þessu sinni lék veðrið heldur betur við keppendur og fylgisfólk, hlýtt og stillt og Skagafjörðurinn bauð upp á skrautsýningu í nótt sem verður eflaust mörgum minnisstæð.
Meira

Húnvetningar í toppmálum

Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu er geysi jöfn og skemmtileg en fimm lið eru í einum haug á toppi deildarinnar og þar á meðal lið Kormáks/Hvatar sem situr, þegar þetta er skrifað, á toppi deildinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Húnvetningar gætu þó þurft að gefa toppsætið eftir síðar í dag þegar þrír síðustu leikir umferðarinnar verða spilaðir. Í gær sótti Kormákur/Hvöt heim þáverandi topplið deildarinnar, Árbæ, og gerði sér lítið fyrir og sigraði 1-3 þar sem Benni fór á kostum og gerði öll mörk gestanna.
Meira

„Lykillinn var hvernig strákarnir tókust á við þetta óvænta og skrýtna“

Körfubolti skiptir máli á Króknum og um langan tíma hefur stefnan verið sett á að ná í Íslandsmeistaratitilinn. Um síðustu áramót var orðið nokkuð ljóst að þáverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli, Vladimir Anzulovic, væri ekki alveg með þetta. Frammistaða liðsins, sem flestir töldu í byrjun móts að hefði sjaldan verið jafn vel mannað, var út og suður, stöðugleikinn lítill, brestir komnir í leikgleðina og þolinmæði stuðningsmanna og leikmanna nokkuð teygð og toguð. Það var því ekki annað í stöðunni en að skipta um mann í brúnni. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar það kvisaðist út að Dagur Þór og félagar hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls væru í viðræðum við Pavel Ermolinski um að taka við liðinu. Sumir urðu svo sjokkeraðir að það ætti að ráða Pavel, KR-ing og Valsara sem hafði verið Stólunum erfiður í gegnum tíðina, að þeir sáu fram á að hætta bara að fara á leiki. Aðrir voru spenntir. The rest is history – eins og sagt er í Bretalandi.
Meira

„Tökum með okkur jákvæðu kaflana og lærum af hinu“

Feykir tók púlsinn á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttur frá Brautarholti, eftir að fyrri umferð Bestu deildar kvenna lauk nú í vikunni. Lið Tindastóls er í áttunda sæti með átta stig eftir níu leiki. Liðin í fallsætunum, Selfoss og ÍBV, eru bæði með sjö stig. Þrír síðustu leikir liðsins voru allir gegn sterkum andstæðingum og töpuðust allir frekar illa. Það er þó enginn mæðutónn í Bryndísi sem segir liðið læra af reynslunni og koma sterkari til leiks í seinni umferðina.
Meira

ÓB-mót Tindastóls - Rúmlega 500 stelpur munu leika knattspyrnu á Sauðárkróki um helgina

Hið árlega stúlknamót Tindastóls, ÓB-mótið, fer fram um helgina. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og er leikinn fimm manna bolti á laugardegi og sunnudegi.
Meira

Mosfellingar malbikuðu yfir mátaða Stóla

Fjórðu deildar lið Tindastóls mætti þriðju deildar liði Hvíta riddarans í Fótbolta.net bikarnum í gærkvöldi en leikið var í Malbiksstöðinni að Varmá (!?). Það vantaði engin smápeð í lið Tindastóls en Dom, Domi og Konni voru fjarri góðu gamni. Eftir nokkuð trausta Sikileyjarvörn fyrstu 45 mínúturnar var markalaust að loknum fyrri hálfleik en endatafl Tindastólspilta reyndist glatað, riddarar Mosfellinga gengu á lagið og mátuðu gestina nokkuð létt. Lokatölur 4-0.
Meira

Erfiður lokakafli á Þórsvellinum í gærkvöldi

Það var nágrannaslagur á Þórsvellinum í gærkvöldi þegar Stólastúlkur heimsóttu lið Þórs/KA í Bestu deild kvenna. Lið Akureyringa hefur löngum verið liði Tindastóls erfitt og lítið gengið að krækja í stig gegn þeim. Á því varð engin breyting í gærkvöldi en eftir markaþurrð fyrsta klukkutímann þá opnuðust flóðgáttir í vörn gestanna eftir að heimastúlkur náðu forystunni. Lokatölur 5-0.
Meira

Rúnar Birgir fyrstur Íslendinga til að verða tæknifulltrúi FIBA

Varmhlíðingurinn Rúnar Birgir Gíslason lauk nú á dögunum námskeiði til að verða tæknifulltrúi FIBA (e. FIBA Technical Delegate), en FIBA stendur fyrir Alþjóða körfuknattleikssambandið.
Meira