feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
25.06.2023
kl. 11.23
oli@feykir.is
Körfubolti skiptir máli á Króknum og um langan tíma hefur stefnan verið sett á að ná í Íslandsmeistaratitilinn. Um síðustu áramót var orðið nokkuð ljóst að þáverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli, Vladimir Anzulovic, væri ekki alveg með þetta. Frammistaða liðsins, sem flestir töldu í byrjun móts að hefði sjaldan verið jafn vel mannað, var út og suður, stöðugleikinn lítill, brestir komnir í leikgleðina og þolinmæði stuðningsmanna og leikmanna nokkuð teygð og toguð. Það var því ekki annað í stöðunni en að skipta um mann í brúnni. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar það kvisaðist út að Dagur Þór og félagar hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls væru í viðræðum við Pavel Ermolinski um að taka við liðinu. Sumir urðu svo sjokkeraðir að það ætti að ráða Pavel, KR-ing og Valsara sem hafði verið Stólunum erfiður í gegnum tíðina, að þeir sáu fram á að hætta bara að fara á leiki. Aðrir voru spenntir. The rest is history – eins og sagt er í Bretalandi.
Meira