Tindastóll/Hvöt/Kormákur vann B-deildina í 4. flokki kvenna

4. flokkur kvenna, lið eitt ásamt þjálfara sínum, Rabbý Guðnadóttur. MYND TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐUNNI STUÐNINGSMENN KNATTSPYRNUDEILDAR TINDASTÓLS.
4. flokkur kvenna, lið eitt ásamt þjálfara sínum, Rabbý Guðnadóttur. MYND TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐUNNI STUÐNINGSMENN KNATTSPYRNUDEILDAR TINDASTÓLS.

Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4. flokki kvenna sendi 23 stelpur í tveimur liðum til leiks á Stefnumót KA í Boganum sl. helgi. Spilað var föstudag, laugardag og sunnudag og stóðu þær sig allar mjög vel og lögðu sig 100% fram. Spilaður var mjög skemmtilegur fótbolti sem skilaði stelpunum í liði eitt sigri í B-deildinni. 

Lið eitt spilaði á móti liðum frá Stjörnunni, HK, FH, Völsungi og Austurlandi. Stelpurnar voru í miklu stuði á mótinu og unnu alla sína leiki nema einn sem var fyrsti leikurinn á föstudeginum við Stjörnuna. Sá leikur tapaðist 2-1 en eftir þann leik tóku stelpurnar sig til og unnu restina.

Lið tvö var einnig að spila mjög vel í sterkri D-deild. Þær spiluðu við góð lið frá KA, Austurlandi, Stjörnunni, FH og HK. Þær voru mjög óheppnar í mörgum leikjum en unnu einn, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveim. Allt voru þetta jafnir og flottir leikir.

Úrslitin hjá liði eitt voru:
Tindastóll – Stjarnan 1-2
Tindastóll - Austurland 1-0
Tindastóll - FH 3-1
Tindastóll - Völsungur 2-0
Tindastóll - HK 2-0

Úrslitin hjá liði tvö voru:
Tindastóll - KA 1-2
Tindastóll - Stjarnan 0-0
Tindastóll - Austurland 0-1
Tindastóll - FH 1-1
Tindastóll - HK 3-0

/sg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir