„Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.12.2023
kl. 08.42
Það er vonandi enginn búinn að gleyma ævintýrinu í vor þegar karlalið Tindastóls varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni. Í raun svo mögnuð og ótrúleg vegferð að dramað var stærra og snúnara en í nokkurri Hollywood-mynd. James Bond bjargar vanalega heiminum þegar tvær sekúndur eru til stefnu. Þetta var pínu rosalega þannig en bara betra. Þetta var liðssigur, sigur leikmanna, þjálfara og stuðningsfólks sem aldrei tapaði trúnni á sigur.
Meira