Stólastúlkur sigruðu Ármann

Glæsilegur sigur hjá Stólastúlkum og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur. Mynd tekin af Facebook-síðu KKd. Tindastóls.
Glæsilegur sigur hjá Stólastúlkum og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur. Mynd tekin af Facebook-síðu KKd. Tindastóls.

Þau gleðitíðindi bárust, seinnipartinn á sunnudaginn, að Stólastúlkur sigruðu Ármann 55-70 í Laugardagshöllinni og er þetta í fyrsta skipti sem Tindastóll sigrar Ármann í kvennaboltanum. Ekki nóg með það þá bættist einn nýr leikmaður við liðið fyrir leikinn og virðist sem allt sé að smella hjá Stólastúlkum þessa dagana. 

Fyrir leikinn var Ármann búinn að sigra þrjá leiki en Tindastóll var með tvö töp og einn sigur en bæði liðin voru mætt til leiks til að sigra. Fyrsti leikhluti var jafn og skemmtilegur en Ármannsstúlkur höfðu betur í öðrum leikhluta, staðan í leikhléi 30-27. Eitthvað hefur Helgi Freyr ausað jákvæðri visku yfir stelpurnar í hálfleik því þær mættu eldsprækar og ákveðnar í þriðja leikhluta og sigruðu hann 7-17. Þessar sprengjur héldu svo takti og tóku líka fjórða leikhluta, lokatölur leiksins 55-70 fyrir Stólastúlkum. Vel gert stelpur!

Emese Vida var með 21 stig, 18 fráköst og 2 stoðsendingar, Ify skoraði einnig 21 stig og var með 10 fráköst. Aníka var með 9 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar, Inga Sigríður var með 6 stig, 3 fráköst og 1 stoðsendingu, Eva Rún var með 5 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar, Rannveig var með 4 stig og 2 fráköst, Klara var með 1 stig, 2 fráköst og 1 stoðsendingu.

Nýi leikmaðurinn Adriana Kasapi sem kemur frá Kýpur var með 3 stig, 2 fráköst og 5 stoðsetningar sem er frábær byrjun og vonandi á hún eftir að smella vel inn í hópinn á næstu vikum. 

Næsti leikur hjá stelpunum er miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18:00 í Síkinu. 

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir