Íþróttir

Fyllum Síkið í kvöld

Meistaraflokkur kvenna spilar í kvöld við KR í 1. deildinni og er nokkuð ljóst að þetta verður hörkuleikur því hér mætir Tindastóll toppliði deildarinnar. Leikurinn byrjar kl. 19:15 og því tilvalið að mæta aðeins fyrr og splæsa á sig eins og einum hammara fyrir leikinn svo orkulevelið sé í botni til að hvetja stelpurnar áfram. Koma svo Tindastólsfólk nú fyllum við Síkið fyrir stelpurnar okkar.
Meira

Góður fjögurra mínútna kafli Meistaranna dugði ekki til

Tindastólsmenn heimsóttu Þorlákshöfn í kvöld í Subwaydeildinni. Ekki varð ferðin til fjár því Þórsarar voru sprækir sem lækir og léku á alsoddi megnið af leiknum. Átján stigum munaði í hálfleik en Stólarnir bitu frá sér í þriðja leikhluta. minnkuðu muninn í sex stig en þá settu heimamenn í rallýgírinn og sendu Íslandsmeisturunum fingurkoss um leið og þeir spóluðu yfir þá. Lokatölur 96-79 og Stólarnir því enn með tíu stig að loknum níu umferðum.
Meira

Sjötta umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga var í vikunni

Vetrarmótaröðin hjá Pílufélagi Hvammstanga var haldið í sjötta sinn í vikunni og var spilaður svokallaður 301 DIDO leikur. Sigurvegarinn í þetta sinn var Viktor Kári en hann fór á móti Kristjáni um efsta sætið en í þriðja sæti var Patrekur Óli.
Meira

Frábær mæting á fyrsta konukvöldi PKS

Í gærkvöldi var mikil stemning í aðstöðunni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar við Borgarteig 7 þegar hátt í 40 konur mættu og spiluðu pílu saman á fyrsta konukvöldi PKS. Þarna voru saman komnar konur sem bæði kunnu leikinn og kunnu ekkert og voru því mættar til að læra og prufa sig áfram.
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld milli kl. 20-22

Í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Ægir Björn í 3. sæti á The European Championship 2023 í Bretlandi

Dagana 25. og 26. nóvember fór fram The European Championships 2023 í Bretlandi en sex einstaklingar frá Norðurlandi komust inn á mótið og voru þau, að þessu sinni, einu Íslendingarnir sem kepptu í ár en margir af þekktari Crossfitturum landsins hafa tekið þátt í þessari keppni og náð mjög góðum árangri.
Meira

Krækjurnar í 5. sæti eftir fyrsta mótið í Íslandsmótinu

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki fóru í byrjun nóvember til Húsavíkur á fyrsta mótið af þrem sem haldið er í Íslandsmótinu í blaki í 2. deildinni í vetur. Þar spiluðu þær sex leiki og uppskáru þrjá sigra og þrjú töp og enduðu í 5. sæti með 11 stig.
Meira

Tindastóll í 5. sæti fyrir níundu umferð í Subway-deildinni

Það voru gleðitíðindi í Síkinu síðasta fimmtudag þegar meistaraflokkur karla vann Hauka 78-68. Síðustu tveir leikir fram að þessum leik voru því miður ekki búnir að vera liðinu til góða enda meiðsli að hrjá liðið og því tap á móti sterku liði Njarðvíkur og Stjörnunnar staðreynd.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin sé búin að semja við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa. Jabob er framherji og 203 cm á hæð og kemur frá liði KB Peja í Kósovó þar sem hann var með rétt tæp 15 stig í leik í deildinni þar og í evrópukeppninni. Jacob er þó flestu Tindastólsfólki kunnugur frá tíma sínum í Val tímabilð 21-22 þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í lokaseríu gegn Tindastól.
Meira

Jón Oddur vann efstu deildina í fimmtu umferðinni

Fimmta umferð í Kaffi Króks deildinni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í síðustu viku og mættu 14 einstaklingar til leiks. Spilað var í þremur deildum að þessu sinni og var mótið spennandi að venju, en á endanum hafði Jón Oddur Hjálmtýsson sigur í fyrstu deildinni.
Meira