Jón Oddur vann A-riðil í Kaffi Króks mótaröðinni sl. þriðjudag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
29.02.2024
kl. 11.17
Annað mótið í Kaffi Króks mótaröðinni þetta árið fór fram þriðjudaginn 27. febrúar í glæsilegri aðstöðu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar en miklar endurbætur hafa verið gerðar þar sl. vikur. Alls tóku fjórtán félagsmenn þátt í mótinu og keppt var í tveimur riðlum, sjö í hverjum riðli. Í A-riðli vann Jón Oddur Hjálmtýsson og Þórður Ingi Pálmarsson varð í öðru sæti. í B-riðli vann Sylvía Dögg Gunnarsdóttir og Hjörtur Geirmundsson varð í öðru sæti. Hæsta útskot kvöldsins átti Arnar Már Elíasson en það var 115 stig. Þeir sem ekki vita þá eru Þórður Ingi og Sylvía Dögg hjón og hafa stundað þessa íþrótt, ásamt börnum, af kappi í bílskúrnum heima hjá sér og því engir nýgræðingar í sportinu.
Meira