Mögnuð endurkoma Tindastóls í Borgunarbikar kvenna

Vigdís Edda Friðriksdóttir (t.v.) í harðri baráttu um boltann. Mynd: fotbolti.net.
Vigdís Edda Friðriksdóttir (t.v.) í harðri baráttu um boltann. Mynd: fotbolti.net.

Kvennalið Tindastóls átti magnaða endurkomu á Seltjarnarnesi í gær þar sem þær heimsóttu Gróttu og sigruðu 3-2. Í leikhléi var Grótta yfir 2-0 en gestirnir tóku leikinn yfir í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir átti tvö þeirra en Snæbjört Pálsdóttir eitt.

Þremur leikjum er nú lokið í fyrstu umferð Borgunarbikars kvenna. Haukakonur sigruðu Sindra 1-5 á Höfn í Hornafirði og Völsungur fékk Einherja í heimsókn og lauk þeim leik með 3-1 sigri heimakvenna.

Mörkin í leiknum voru sem hér segir:
Grótta 2-3 Tindastóll
1-0 Karen Sturludóttir (´6)
2-0 Diljá Mjöll Aronsdóttir (´23)
2-1 Kolbrún Ósk Hjaltadóttir (´46)
2-2 Snæbjört Pálsdóttir (´57)
2-3 Kolbrún Ósk Hjaltadóttir (´65)

Myndir frá leiknum er að finna á vefnum fótbolti.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir