Fyrsti heimaleikur Tindastóls á föstudagskvöld
Karlalið m.fl. Tindastóls mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik sumarsins klukkan 19:00 næstkomandi föstudag, 24. júní.
Eins og fram kemur í leikmannakynningu og viðtali við annan tveggja þjálfara Tindastóls, Stefán Arnar Ómarsson í nýjasta blaði Feykis, eru nokkur ný andlit í Tindastóli þetta sumarið. Þá er m.fl. Tindastóls í samstarfi við strákana í 2. flokki en þeir verða tiltækir ef forföll verða í aðalliðinu. Aðspurður segir Stefán markmið sumarsins vera þau að komast aftur upp í 2. deild og í framhaldinu gera Tindastól að stöðugu 2. deildar liði. Það væri að hans mati flott fyrir klúbb af stærðargráðu Tindastóls.
Leikurinn hefst sem fyrr segir klukkan 19:00 á Sauðárkróksvelli. „Við vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta á leiknum og hvetja okkur. Áfram Tindastóll!“ segir Stefán Arnar í lok viðtalsins í Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.