Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði
Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Rallýkeppendur bregða undir sig betri fætinum og halda til Hólmavíkur um næstu helgi en þar verður ekin önnur umferð í íslandsmótinu í rallý. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við öfluga heimamenn, sem stendur fyrir keppninni en ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.

Keppni hefst laugardaginn 25. júní klukkan 9:00 á Tröllatunguheiði og verður ekið til skiptis um þessar tvær heiðar. Matar- og viðgerðarhlé verður við Félagsheimili Hólmavíkur milli klukkan 12 og 13 en síðan verður haldið aftur upp á heiðarnar. Úrslit verða kynnt klukkan 17.40 og verður verðlaunaafhending í beinu framhaldi.

Liðin eru sextán ár síðan rallý var ekið í nágrenni Hólmavíkur síðast en þar í kring eru margar frambærilegir akstursmöguleikar fyrir rallý. Gera má ráð fyrir að helstu rallýkeppendur landsins mæti til leiks en einungis lítill hluti þeirra var kominn með bílpróf þegar síðast ver ekið á þessum slóðum. Einn þeirra var Daníel Sigurðsson en hann mun mæta ásamt systur sinni Ástu og rifja upp gamlar minningar úr Hólmavíkurröllum. Þeir Aðalsteinn Símonarson og Sigurður Bragi Guðmundsson eru einnig skráðir til leiks en mikil vinna hefur farið í að laga bíl þeirra eftir síðustu keppni. Hægt verður að fylgjast með keppninni á bikr.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir