Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Stemning á Hvammstanga. MYND AF SÍÐU AÐDÁENDAFÉLAGS KORMÁKS
Stemning á Hvammstanga. MYND AF SÍÐU AÐDÁENDAFÉLAGS KORMÁKS

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.

Lið KF var sæti neðar en Kormákur/Hvöt fyrir leik, með 11 stig en Húnvetningar þá með 15 stig. Leikurinn var því ansi mikilvægur báðum liðum. Það var Ismael Sidibe sem kom heimamönnum á Sjávarborgarvelli á bragðið strax á 11. mínútu og Artur Balicki bætti um betur eftir hálftímaleik.

2-0 stóð því í hálfleik og á 66. mínútu gerði Viktor Jónsson út um leikinn með þriðja marki heimamanna. Gestirnir klóruðu í bakkann með marki Daniels Kristiansen á 80. mínútur en þar við sat.

Næsti leikur Kormáks/Hvatar er nú strax á miðvikudaginn en þá sækja Húnvetningar Hauka heim í Hafnarfjörð. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum en þau eru á svipuðu róli í deildinni, Haukar sæti ofar með 20 stig en Húnvetningar með 18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir