Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3. Myndir teknar af Facebooksíðu Skagfirðings.
Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3. Myndir teknar af Facebooksíðu Skagfirðings.

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.

Barnaflokkur:

Tölt T3: Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík hlutu 6,44 og fimmta sæti í A-úrslitum.
Fjórgangur V2: Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík sigruðu B-úrslit í fjórgangi og unnu til bronsverðlauna með einkunnina 6,50.
Gæðingakeppni: Emma Rún Arnardóttir og Suðri frá Gljúfurárholti hlutu 8,36.

Unglingaflokkur:

Tölt T1: Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum riðu til B-úrslita í tölti með 6,83, Greta Berglind Jakobsdóttir og Hágangur frá Miðfelli 2 hlutu 6,23 og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 2 hlutu 6,13.
Fjórgangur V1: Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum hlutu 6,23 og Greta Berglind Jakobsdóttir og Hágangur frá Miðfelli 2 hlutu 5,87.
Flugskeið: Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Gullbrá frá Lónu hlupu á tímanum hlutu 8,37 sek (8.sæti).
Gæðingalist: Hjördis Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi hlutu 6,80 og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3 hlutu 5,07.
Gæðingakeppni: Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3 voru efstar eftir forkeppni með 8,51 í einkunn en í úrslitum enduðu þær í sjötta sæti með 8,52 í einkunn. Greta Berglind Jakobsdóttir og Hágangur frá Miðfelli 2 voru næst inn í úrslit með flotta einkunn 8,41.
Gæðingatölt: Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3 unnu til silfurverðlauna með einkunnina 8,64.

 

Feykir óskar þeim til hamingju með frábær árangur.

 

Greta Berglind Jakobsdóttir og Hágangur frá Miðfelli 2   -    Emma Rún og Tenór frá Litlu-Sandvík

 

Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum  -   Knapar ársins 2023, Þórgunnur Þórarinsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir