Tindastólsmaðurinn Steven Beattie varð írskur bikarmeistari með Cork

Steven Beattie með bikarinn. Mynd fengin að láni af FB-síðu kappans.
Steven Beattie með bikarinn. Mynd fengin að láni af FB-síðu kappans.

Það er alltaf gaman að geta sagt frá góðum árangri fyrrum knattspyrnumanna Tindastóls. Nú um helgina varð hinn írskættaði Steven Beattie bikarmeistari með liði sínu Cork í dramatískum sigri á FH-bönunum í Dundalk.

Beattie, sem lék tvö  sumur í framlínunni með liði Tindastóls við góðan orðstýr, átti stóran þátt í sigurmarki Cork. Hann tók þá langt innkast inn á Sean Maguire sem náði að snúa sér í teignum og skjóta að marki Dundalk í uppbótartíma í framlengingu. Boltinn fór í einn varnarmanna Dundalk og rúllaði óverjandi í markið.

Feykir óskar Steven Beattie til hamingju með bikarmeistaratitillin.

Umfjöllun um leikinn í RTE og myndband af markinu >

Viðtal við Beattie frá því árið 2012 >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir