Jón Arnljótsson er skákmeistari Skagafjarðar 2016

Jóni með farandbikarinn góða. Hann tekur við titlinum (Skákmeistari Skagafjarðar) af Pálma Sighvatssyni. Mynd: Hörður Ingimarsson.
Jóni með farandbikarinn góða. Hann tekur við titlinum (Skákmeistari Skagafjarðar) af Pálma Sighvatssyni. Mynd: Hörður Ingimarsson.

Lokaumferð Skákþings Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótsins var háð sl. miðvikudag. Sigurganga Jóns Arnljótssonar virtist óstöðvandi, en fyrir lokaumferðina var hann búinn að leggja alla sína andstæðinga og í raun búinn að tryggja sér sigur á mótinu og hinn virðulega titil „Skákmeistari Skagafjarðar 2016“.

 Þór og JónÁ heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks segir að Jón hafi teflt við Þór Hjaltalín í lokaumferðinni og eftir mikla bráttuskák ákváðu þeir að skipta með sér jöfnum hlut og endaði Jón með 5½ vinning úr 6 skákum. skák

Knútur Finnbogason sótti mótið alla leið frá Siglufirði og tefldi af miklu öryggi. Eftir tap gegn Jóni í fyrstu umferð fóru hlutirnir að ganga og lagði hann alla sína andstæðinga eftir það. Hlaut hann 5 vinninga og annað sætið á mótinu. Þór Hjaltalín tók svo þriðja sætið með 3½ vinning. 

Fyrsta umferð Skákþingsins fór fram þann 12. október en þá var þegar búið að ákveða, í ljósi þess að keppendur yrðu aðeins sjö talsins, að hafa mótið sjö umferða „round robin“ mót, þar sem allir tefla við alla. Það þýðir að hver keppandi teflir sex skákir og situr hjá eina umferð.

Myndir: Hörður Ingimarsson.

Nánar um úrslit á mótinu má sjá HÉR 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir