Varð Evrópumeistari í Qigong

Mynd úr keppninni. Fjólubláir eru íslenska liðið sem fékk gullbikar, (vantar einn á myndina). Þetta er form sem heitir Liu zi jue og fékk Herdís hæstu einkunn í sama formi í einstaklingskeppninni.
Mynd úr keppninni. Fjólubláir eru íslenska liðið sem fékk gullbikar, (vantar einn á myndina). Þetta er form sem heitir Liu zi jue og fékk Herdís hæstu einkunn í sama formi í einstaklingskeppninni.

Herdís Ólína Hjörvarsdóttir rannsóknarmaður hjá Iceprotein á Sauðárkróki varð á dögunum Evrópumeistari í Qigong 2016. Qi-gong (borið fram tsí-gong) er kínversk heilsuíþrótt byggð á 5000 ára heimildum og hefðbundnum kínverskum lækningaaðferðum.

Þetta er í þriðja sinn sem Herdís fer út á Qi-gong mót og hefur hún unnið til gull verðlauna í öll skiptin. Keppnin sjálf fer þannig fram að 12 dómarar gefa einkunn fyrir frammistöðu á formi, helmingur gildir fyrir tækni og helmingur útgeislun. Bæði hópa- og kynjaskiptar einstaklingskeppnir voru á mótinu. Herdís segir að í ár hafi fimm manna hópur Íslendinga farið á Evrópumótið í Rouen í Frakklandi þar sem allir stóðu sig með prýði. 

Herdís með yfirdómara keppninnar.Herdís segir að Qi-gong hafi hjálpað henni heilann helling. „Þegar ég stundaði íþróttina sem mest hætti mig að verkja hér og þar. Vöðvabólgan nánast hvarf  og ég náði að einbeita mér mun betur í háskólanáminu á sínum tíma. Spýtukarlinn ég varð allt í einu liðug eins og köttur.“

Herdís segir að hún hafi nokkrum sinnum verið spurð hvort hún hafi áhuga á að kenna  Qi-gong á Sauðárkróki og alltaf svarað játandi. „Því miður hefur hugmyndin aldrei komist í framkvæmd,“ segir hún. Nánar verður fjallað um Herdísi og Qi-gong í næasta Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir