Verður 280 manna þátttökumet slegið?

Frá Gamlárshlaupi árið 2011. Mynd: Úr safni Feykis.
Frá Gamlárshlaupi árið 2011. Mynd: Úr safni Feykis.

Hið árlega Gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki á gamlársdag, 31. desember. Í fyrra var þátttökumet í hlaupinu þegar 280 manns skráðu sig til leiks. Að sögn Árna Stefánssonar forsvarsmanns hlaupsins er ekki útilokað að það met verði slegið í ár.

Hlaupið hefst við norðurinngang Íþróttahússins á Sauðárkróki kl. 13 en skráning hefst á sama stað kl 12. Að vanda verður fjöldi veglegra þátttökuverðlauna sem dregið verður um í lokin. Hægt er að velja vegalengd að eigin vali, allt að 10 kílómetra og hægt er að ganga, skokka eða hjóla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir