Góður árangur í frjálsum
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 - 14 ára, var haldið nú um helgina í Kópavogi. UMSS átti átta fulltrúa þar, þau Andreu Mayu Chirikadzi, 14 ára, Indriða Ægi Þórarinsson, 13 ára, Isabelle Lydiu Chirikadzi, 11 ára, Óskar Aron Stefánsson, 13 ára, Rebekku Dröfn Ragnarsdóttur, 13 ára, Stefaníu Hermannsdóttur, 14 ára, Steinar Óla Sigfússon, 13 ára og Tönju Kristínu Ragnarsdóttur, 11 ára.
Fyrri daginn vann Andrea Maya Chirikadzi til silfurverðlauna í kúluvarpi 14 ára stúlkna, kastaði 10,31 m, og sama gerði Óskar Aron Stefánsson í spjótkasti 13 ára pilta, sem kastaði 33,61 m.
Krakkarnir unnu einnig til tvennra silfurverðlauna í dag þegar Stefanía Hermannsdóttir kastaði 30,76 m í spjótkasti 14 ára stúlkna og Rebekka Dröfn Ragnarsdóttir kastaði 10,00 m í kúluvarpi 13 ára stúlkna. Þá vann Tanja Kristín Ragnarsdóttir til bronsverðlauna í hástökki 11 ára stúlkna, stökk 1,21 m.
Flottur árangur hjá krökkunum, til hamingju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.