Fyrsta stig Stólastúlkna á móti efsta liði deildarinnar

Stelpurnar í Tindastól kræktu í sitt fyrsta stig í 1. deildinni í fótboltanum í kvöld er þær gerðu jafntefli við HK/Víking, efstalið deildarinnar. Leikurinn fór fram á Víkingsvellinum. Það var  Ólína Sif Einarsdóttir sem kom Stólunum yfir með marki á 24. mínútu leiksins og hélst sú staða allt fram að lokum leiks er María Soffía Júlíusdóttir jafnaði þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og urðu lokatölur 1-1.

Í lýsingu Mistar Rúnarsdóttur á Fótbolti.net segir að ekki væri að sjá að þarna hafi liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar verið að mætast. „Það býr hellingur í þessu Tindastólsliði,“ segir Mist en hún tók einnig viðtal við Arnar Skúla þjálfara liðsins sem hægt er að sjá Hér

Staðan í deildinni er eftirfarandi:

 Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir