Úrslit í Nýprent mótinu – 1.mótið í Norðurlandsmótaröðinni
Nýprent Open, barna- og unglingamót í golfi var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 25. júní og segir á heimasíðu klúbbsins að veðrið hafi verið ljómandi gott eins og alltaf þegar þetta mót fer fram, sólskin og norðanáttin hin rólegasta. Þetta mun vera í 10. skiptið sem Nýprent Open er haldið á Sauðárkróki og hefur Nýprent ávallt verið aðalstyrktaraðili mótsins. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga sem hefur verið haldin síðan árið 2009.
Nýprentsmeistarar að þessu sinni urðu þau Telma Ösp Einarsdóttir GSS (93 högg) og Elvar Ingi Hjartarson GSS (78 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika á fæstum höggum 18 holur. Keppt er í mörgum flokkum, alveg frá byrjendaflokkum og upp í 18-21 árs. Einnig eru veitt aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 braut og þá er einnig vippkeppni fyrir alla keppendur að loknum golfhringnum.
Allir keppendur í byrjendaflokki fengu síðan sérstaka viðurkenningu
Öll úrslit er að finna á www.golf.is en verðlaunasætin hlutu þessi:
Höggleikur
12 ára og yngri stúlkur:
Kara Líf Antonsdóttir GA (63 högg)
Una Karen Guðmundsdóttir GSS (67 högg)
María Rut Gunnlaugsdóttir GM (81 högg)
12 ára og yngri drengir:
Árni Stefán Friðriksson GHD (49 högg)
Einar Ingi Óskarsson GFB (53 högg)
Alexander Franz Þórðarson GSS (61 högg)
14 ára og yngri stúlkur:
Anna Karen Hjartardóttir GSS (105 högg)
Sara Sigurbjörnsdóttir GFB (114 högg)
Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA (123 högg)
14 ára og yngri drengir:
Óskar Páll Valsson GA (80 högg, vann eftir einvígi)
Mikael Máni Sigurðsson GA (80 högg)
Patrik Róbertsson GA (90 högg)
15-17 ára stúlkur:
Telma Ösp Einarsdóttir GSS (93 högg)
Hildur Heba Einarsdóttir GSS (106 högg)
15-17 ára drengir:
Hákon Ingi Rafnsson GSS (83 högg, vann eftir einvígi)
Lárus Ingi Antonsson GA (83 högg)
Brimar Jörvi Guðmundsson GA (89 högg)
18-21 ára drengir:
Elvar Ingi Hjartarson GSS (78 högg, vann eftir einvígi)
Stefán Einar Sigmundsson GA (78 högg)
Atli Freyr Rafnsson GSS (87 högg)
Forgjafarverðlaun
9 holu flokkar (byrjendur og 12 ára og yngri)
Árni Stefán Friðriksson GHD 23 punktar
Einar Ingi Óskarsson GFB 18 punktar
18 holu flokkar (14 ára og yngri, 15-17 ára og 18-21 ára)
Bogi Sigurbjörnsson GSS 40 punktar
Elvar Ingi Hjartarson GSS 39 punktar
Óskar Páll Valsson GA 39 punktar
Nýprent meistarar 2017 (fæst högg á 18 holum)
Stúlkna: Telma Ösp Einarsdóttir (93 högg)
Drengja: Elvar Ingi Hjartarson (78 högg)
Verðlaun fyrir vipp
18-21 ára Stefán Einar Sigmundsson
15-17 ára Lárus Ingi Antonsson
14 ára og yngri Patrik Róbertsson
12 ára og yngri Kara Líf Antonsdóttir
Byrjendaflokkur
Haukur Rúnarsson
Heimir Örn Karolínuson
Barri Björgvinsson
Nándarverðlaun 6/15 holu
18-21 ára Elvar Ingi Hjartarson 8m
15-17 ára Lárus Ingi Antonsson 6,73 m
14 ára og yngri Óskar Páll Valsson 5,2 m
12 ára og yngri Alexander Franz Þórðarson 12,8 m
Byrjendaflokkur Heimir Örn Karólínuson 5,11 m
Fjölmargar myndir frá mótinu er að finna á Facebook síðunni Golfmyndir GSS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.