Sumarið gert upp hjá krökkunum í GSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.10.2017
kl. 10.55
Myndarlegur hópur ungra Golfleikara ásamt þjálfara sínum Atla Frey Rafnssyni (efstur til hægri). Mynd: GSS.
Lokahóf barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldið í gær í húsi klúbbsins að Hlíðarenda. Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Á heimasíðu GSS segir að fyrir mestu framfarir yngri en 12 ára hlutu þau Alexander Franz Þórðarson og Rebekka Helena Róbertsdóttir en hjá 12 ára og eldri komu þau í hlut Arnar Freys Guðmundssonar og Hildar Hebu Einarsdóttur. Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal og glaðning frá VÍS.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.