Íþróttir

Tveir mikilvægir leikir í dag í fótboltanum

Tveir mikilvægir leikir fara fram í dag en Tindastóll á leik í 2. deildinni og Kormákur/Hvöt í 4. deildinni.
Meira

Fjáröflun körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá fjáröflun fyrir komandi tímabil sem leikmenn og velunnarar deildarinnar fóru í. Rúður voru þrifnar á Safnahúsinu, Húsi frítímans og á Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Jafntefli á Hvammstangavelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tók á móti liði Kríu á Hvammstangavelli á laugardaginn. Aðstæður voru ekki góðar en mígandi rigning og hávaðarok var þegar leikurinn hófst. Stuttu seinna hætti að rigna en vindurinn ákvað að ferðast aðeins hraðar. Fjöldi áhorfenda var á leiknum en óformleg talning gaf 90 áhorfendur.
Meira

Tindastóll með magnaðan sigur á toppliði Aftureldingar

Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokksliðum Tindastóls þessa dagana. Í gær unnu stelpurnar ótrúlegan sigur á Seltjarnarnesi og strákarnir voru augljóslega innspíraðir af þeirra frammistöðu í dag þegar topplið 2. deildar, Afturelding úr Mosfellsbæ, kom í heimsókn. Baráttan var í fyrirrúmi og þegar gestirnir jöfnuðu á lokamínútu venjulegs leiktíma þá stigu Stólarnir upp og Hólmar Skúla tryggði öll stigin með marki í uppbótartíma. Lokatölur 3-2.
Meira

Ótrúlegur sigur Stólastúlkna á Seltjarnarnesinu

Kvennalið Tindastóls spilaði sennilega einn magnaðasta leik í sögu sinni í gærkvöldi þegar liðið sótti heim Gróttu á Seltjarnarnesið í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þegar upp var staðið voru gerð ellefu mörk í leiknum og þrátt fyrir að hafa verið undir, 5-2, þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum þá bættu stelpurnar við fjórum mörkum á lokakaflanum og tryggðu sér þrjú frábær stig í toppbaráttu deildarinnar. Lokatölur 5-6 fyrir Tindastól.
Meira

Golfmaraþon barna og unglinga í Golfklúbbi Sauðárkróks

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks héldu golfmaraþon, fimmtudaginn 19. júlí síðastliðinn. Þau hófu daginn kl. 9 og var markmiðið að spila að minnsta kosti 1.000 holur.
Meira

Jón Gísli Eyland Gíslason í hópi U16 landsliðs karla

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 landsliðs karla, hefur valið Jón Gísla Eyland Gíslason leikmann Tindastóls í hóp Íslands fyrir Norðurlandamótið í knattspyrnu. Leikmannahópinn skipa átján leik menn frá tólf félagsliðum.
Meira

Sigur hjá Martin og félögum í lokaleiknum

Það var mest allt á brattann hjá Israel Martin og lærisveinum hans í U20 ára liði Íslands sem hefur undanfarna daga tekið þátt í A-deild Evrópumótsins sem spiluð var í Þýskalandi. Allir leikir liðsins í riðlakeppninni og síðan þrír til viðbótar í keppni um sæti töpuðust, en síðasti leikurinn, gegn Rúmeníu þar sem spilað var um 15. sætið, vannst örugglega.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi hélt að vanda opinn dag á Húnavöku þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins. Margir litu við og segir á Facebooksíðu Markviss að á annað hundrað manns hafi sótt félagið heim.
Meira

Rúnar Már fyrirliði hjá Grasshoppers

Það fór svo í sumar að Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í HM sem fram fór í Rússlandi. Í fyrravetur var hann lánaður frá Grasshoppers í Sviss til St. Gallen en hagur hans virðist þó hafa vænkast að nýju því nú er kappinn orðinn fyrirliði hjá Grasshoppers samkvæmt frétt á Fótbolti.net.
Meira