Íþróttir

„Ef satt skal segja þá var ég alls ekki viðbúinn kuldanum“

Feykir forvitnaðist í fyrrasumar um upplifun nokkurra þeirra erlendu fótboltakempna sem spiluðu með Tindastóli. Útlendingarnir eru talsvert færri í sumar en Feykir ákvað engu að síður að taka upp þráðinn. Að þessu sinni er það Úrúgvæinn Santiago Fernandez, 27 ára, sem svarar. Hann gekk til liðs við Stólana í vor og hefur staðið sig með sóma í marki liðsins í sumar og hefur reyndar haft talsvert að gera þar.
Meira

Þóranna Ósk frjálsíþróttamaður mánaðarins á Silfrinu

Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar á vefsíðunni Silfrið.is er Skagfirðingurinn Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem keppir undir merkjum Tindastóls og UMSS. Segir á síðunni, sem fjallar einkum um frjálsíþróttir, að þessi knái hástökkvari hafi staðið sig afar vel í sumar, en hún hefur bætt sig um 5 sm og er nú í komin 6.-7. sæti afrekalistans frá upphafi.
Meira

Eitt núll fyrir Tindastól!

Það var gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Þar leiddu saman gæðinga sína lið Tindastóls og Hattar frá Egilsstöðum. Með sigri gátu Stólarnir rennt sér upp að hlið Hattar í deildinni en ósigur eða jafntefli hefði gert alvarlega stöðu enn erfiðari og því er óhætt að fullyrða að sigurmark Stefan Lamanna í uppbótartíma hafi heldur betur glatt Tindastólsmenn. Lokatölur voru 1-0.
Meira

Svekkjandi tap á móti ÍH – úrslitakeppnin úr sögunni

Kormákur/Hvöt heimsótti ÍH í Hafnarfjörðinn síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Kormákur/Hvöt í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki og enn í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 4. deildarinnar. ÍH var í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Allt undir og mjög mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum
Meira

Kári hirti öll stigin á föstudaginn

Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls þurftu að láta í minni pokann fyrir liði Kára frá Akranesi sl. föstudagskvöld er liðin áttust við í 2. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Staða Stólanna er ansi þung þar sem þeir sitja í næstneðsta sæti deildarinnar og því í fallsæti. Það voru Káramenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra Alexander Már Þorláksson á 31. mínútu og Andri Júlíusson á þeirri 42. og því 2-0 í hálfleik fyrir gestina.
Meira

Stólastelpur komnar í 1. deildina

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls í fótbolta gerði góða ferð til Vopnafjarðar í gær er þær unnu Einherja í 2. deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér sæti í Inkasso-deildinni næsta tímabil.
Meira

Mikilvægir leikir hjá meistaraflokkum Tindastóls í kvöld

Það verður fótbolti spilaður á Króknum í kvöld. Þá mætir lið Kára frá Akranesi í heimsókn á Sauðárkróksvöll og spilar við lið Tindastóls í 2. deild karla kl. 19:15. Á sama tíma verða Stólastúlkur í eldlínunni í 2. deild kvenna en þær spila utan héraðs – nánar tiltekið við lið Einherja á Vopnafirði en leikurinn hefst kl. 18:15.
Meira

Heimsmeistarakeppnin gefur nokkrar krónur í kassann

Það vita flestir að það eru miklir peningar í heimsfótboltanum þó svo að pyngjurnar séu kannski ekki þungar hjá fótboltaklúbbunum hér á Fróni. Íslensku landsliðin í knattspyrnu hafa náð mögnuðum árangri síðustu árin og þátttaka karlalandsliðsin á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar skilar talsverðum tekjum til KSÍ sem hyggst skipta 200 milljónum króna á milli aðildarfélaga sinna.
Meira

Dino Butorac genginn til liðs við Tindastól í körfunni

Það styttist í að körfuboltalið Tindastóls í Dominos-deildinni hefji æfingar fyrir komandi keppnistímabil. Eftir að hafa fengið Daneiro Axel Thomas, Brynjar Þór Björnsson og Urald King til liðs við sig var það síðan leitt fyrir Tindastólsmenn að missa Skagfirðinginn Sigtrygg Arnar Björnsson yfir til Grindvíkinga nú í sumar. Stólarnir eru þó ekki að baki dottnir og hafa fundið reynslumikinn Króata, Dino Butorac, til að fylla skarð Arnars og mun hann leika með Stólunum á komandi keppnistímabili.
Meira

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti, 3-0, á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira