Jón Gísli Eyland Gíslason í hópi U16 landsliðs karla

Jón Gísli lengst til vinstri - á flugi í leik gegn Gróttu um síðustu helgi. Mynd: ÓAB
Jón Gísli lengst til vinstri - á flugi í leik gegn Gróttu um síðustu helgi. Mynd: ÓAB

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 landsliðs karla, hefur valið Jón Gísla Eyland Gíslason leikmann Tindastóls í hóp Íslands fyrir Norðurlandamótið í knattspyrnu. Leikmannahópinn skipa átján leik menn frá tólf félagsliðum.

Norðurlandamótið í knattspyrnu fer fram í Færeyjum 3. -12. ágúst næstkomandi. Liðið kemur saman til æfinga 31. júlí og heldur til Færeyja föstudaginn 3. ágúst.

Norðurlandamótið er árlegt mót en mótið var haldið á Íslandi árið 2017. Ísland spilar í A - riðli með Noregi, Færeyjum og Kína. Í B - riðli eru Svíþjóð, Finnland, England og Dannmörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir