Íþróttir

Danero ekki með landsliðinu vegna mistaka

Morgunblaðið greinir frá því í dag að óvissa ríki með framtíð Daneros Axels Thomas, leikmann Tindastóls í körfunn, með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu leiki fyrir fyrir Íslands hönd gegn Norðmönnum í vináttuleikjum í byrjun mánaðar. Daniero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð því gjaldgengur með landsliðinu.
Meira

Siggi, Jónsi og Guðni klára tímabilið með mfl. karla

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls ákvað í gær að segja upp samningi Bjarka Más Árnasonar sem þjálfað hefur meistaraflokk karla á þessu tímabili. Komu fréttirnar á óvart eftir ágætan leik og sigur Stólanna á móti Fjarðabyggð á heimavelli. Stjórn knattspyrnudeildar sendi út fréttatilkynningu í dag þar sem Bjarka er þakkað framlag hans til félagsins.
Meira

„Ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með þessum frábæru strákum“

Það gengur ýmislegt á í boltanum. Eftir sigurleik Tindastóls gegn liði Fjarðabyggðar í dag var spilandi þjálfara liðsins, Bjarka Má Árnasyni, sagt upp störfum. Ýmsir undrast sennilega tímasetninguna á þessum gjörningi en aðeins eru tvær umferðir eftir af tímabilinu og liðið í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Meira

Arnar með sigurmark Stólanna í sterkum sigri

Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í 20. umferð 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag á Sauðárkróksvelli. Ljóst var fyrir leikinn að lítið annað en sigur kæmi til greina hjá liði Tindastóls sem berst fyrir sæti sínu í deildinni en gestirnir að austan sigla lygnan sjó um miðja deild. Það hafðist hjá Stólunum, Arnar Ólafs gerði eina mark leiksins, og vonin lifir góðu lífi.
Meira

Sigur gegn Borgnesingum í fyrsta æfingaleik haustsins

Körfuknattleikslið Tindastóls lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi keppnistímabil á Hvammstanga í gær. Mótherjarnir voru lið Skallagríms en þeir Borgnesingar komust í vor á nýjan leik upp í Dominos-deildina og hafa verið að styrkja sig að undanförnu líkt og önnur lið. Þeir áttu þó ekki roð í lið Tindastóls að þessu sinni en Stólarnir unnu góðan sigur, lokatölur 91-66.
Meira

Axel tekur sér frí frá körfuboltanum

Það voru einhverjir sem spáðu því eftir að Körfu-Stólarnir versluðu nokkra lipra leikmenn í vor að það væri næsta víst að nú færi Íslandsmeistaratitillinn norður á Krók að ári. Eitthvað sló á bjartsýnina þegar Sigtryggur Arnar gekk úr skaftinu og í lið Grindavíkur en Stólarnir nældu í staðinn í Dino Butorac. Sá orðrómur að Axel Kára hyggðist taka sér pásu frá körfuboltanum hefur hins vegar valdið mörgum stuðningsmanni Stóla áhyggjum og nú í vikunni staðfesti Axel, í viðtali við Vísi.is, að hann yrði ekki með Stólunum í vetur.
Meira

Fyrsti æfingaleikur Tindastóls á Hvammstanga í kvöld

Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga í kvöld 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur.
Meira

Hefur Guð ekkert brýnna að gera?

Aðeins hefur verið rætt og ritað um heppnisskot og/eða hæfileika séra Hjálmars Jónssonar á grænum golfgrundum landsins. Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að sérann væri nú þrisvar sinnum búinn að fara holu í höggi, sem þykja nú vanalega töluverð tíðindi í golfheimum. Þó svo að það að fara holu í höggi sé kannski algengara en margan grunar þá eru örugglega einhverjir, jafnvel fjölmargir, kylfingar sem hafa beðið Guð að hjálpa sér við þessi afreksverk í gegnum tíðina en ekki verið bænheyrðir.
Meira

Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn

Sumir eru heppnari en aðrir og má segja að Hjálmar Jónsson, fv. prófastur á Sauðárkróki og síðar Dómkirkjuprestur, sé einn þeirra en hann náði þeim stórmerka áfanga að fara holu í höggi í þriðja sinn sl. mánudag. „Þetta er víst draumur okkar, kylfinganna. Fyrst hitti ég svona vel fyrir fimm árum en núna með hálfs mánaðar millibili. Öll skiptin á Urriðavelli í Garðabæ en hann er minn heimavöllur og ég leik hann oftast. Við hjón búum í Urriðaholtinu svo að það er stutt að fara,“ segir Hjálmar.
Meira

Skotfélagið Markviss fagnar 30 árum

Skotfélagið Markviss fagnaði 30 ára afmæli á laugardaginn, þann 2. september, en félagið hefur starfað óslitið frá því það var stofnað af nokkrum áhugamönnum á Hótel Blönduósi þann 2. september 1988.
Meira