Rúnar Már fyrirliði hjá Grasshoppers

Það hafa nokkrir dropar runnið til sjávar síðan Rúnar Már var 15 ára að spila með meistaraflokki Tindastóls. Nú er kappinn 28 ára og ansi sjóaður í boltasparkinu. MYND AF NETINU
Það hafa nokkrir dropar runnið til sjávar síðan Rúnar Már var 15 ára að spila með meistaraflokki Tindastóls. Nú er kappinn 28 ára og ansi sjóaður í boltasparkinu. MYND AF NETINU

Það fór svo í sumar að Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í HM sem fram fór í Rússlandi. Í fyrravetur var hann lánaður frá Grasshoppers í Sviss til St. Gallen en hagur hans virðist þó hafa vænkast að nýju því nú er kappinn orðinn fyrirliði hjá Grasshoppers samkvæmt frétt á Fótbolti.net.

Fram kemur í fréttinni að svissneska úrvalsdeildin sé komin af stað eftir sumarfrí en síðan segir: „Rúnar var á láni hjá St. Gallen seinni hluta tímabilsins í fyrra þar sem hann var ekki inn í myndinni hjá Murat Yakin, þáverandi þjálfara liðsins. Nýr þjálfari liðsins, Þjóðverjinn Thorsten Fink, virðist vera hrifnari af Rúnari Má því Rúnar var með fyrirliðabandið hjá Grasshopper í dag [sunnudag]. 

Grasshopper spilaði við meistarana í Young Boys og þurftu Rúnar og félagar að sætta sig við 2-0 tap. Grasshopper missti mann af velli með rautt spjald í upphafi fyrri hálfleiks, í stöðunni 0-0 og það kostaði liðið. Rúnar Már spilaði allan leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir