Tveir mikilvægir leikir í dag í fótboltanum
Tveir mikilvægir leikir fara fram í dag en Tindastóll á leik í 2. deildinni og Kormákur/Hvöt í 4. deildinni.
Strákarnir í Tindastól taka á móti Þrótti úr Vogum klukkan 19:15 á Sauðárkróksvelli. Mikilvægt er að fá góða mætingu á völlinn en stuðningur fólks úr stúkunni er leikmönnum mikilvægur. Hamborgarar á grillinu fyrir leik og í hálfleik. Tindastóll er sem stendur í fallsæti deildarinnar og þarf að ná þremur stigum úr leiknum.
Strákarnir í Kormáki/Hvöt eiga leik á móti Létti klukkan 20 á Hertz vellinum í Reykjavík. Síðasta viðureign liðanna endaði með jafntefli en Kormákur/Hvöt verða að ná þremur stigum úr þessum leik. Kormákur/Hvöt er sem stendur í 3. sæti riðilsins og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.