Íþróttir

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Hvíti riddarinn lagður að velli í Mosfellsbæ

Stelpurnar í Tindastól mættu Hvíta riddaranum á svampblautum velli Tungubakka í Mosfellsbæ sl. miðvikudagskvöld og kræktu sér í þrjú stig. Stólar voru mun betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora nema þrjú mörk á móti einu heimamanna. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppnum með 18 stig, þremur fleiri en Augnablik sem á einn leik til góða.
Meira

Húsvíkingar stálu öllum stigunum í uppbótartíma

Lið Tindastóls skutlaðist til Húsavíkur í gær og spilaði þar við heimamenn í Völsungi. Eftir hörkuleik þar sem Stólarnir voru mun sterkari aðilinn voru það hinsvegar heimamenn sem potuðu inn eina marki leiksins í uppbótartíma og svekkjandi tap því staðreynd.
Meira

Landsmótið hafið á Sauðárkróki

Landsmótið á Sauðárkróki hófst í morgun með þriggja tinda göngu en þar er eiga þátttakendur að ganga á þrjá fjallstoppa, Mælifell, Tindastól og Molduxa, innan tólf klukkustunda. Klukkan 10 hefst svo pútt fyrir alla á Hlíðarendavelli en þar er ekki krafist skráningar og allir geta tekið þátt. Morgundagurinn verður svo þéttskipaður dagskrá frá morgni til kvölds.
Meira

Lamanna með fjögur mörk í sigri heimamanna

Tindastólsmenn tóku á móti Huginn, laugardaginn 7. júlí, á Sauðárkróksvelli. Stefan Antonio Lamanna skoraði fjögur mörk og Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson skoraði eitt mark.
Meira

Stólastelpur á toppinn

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls kvenna tylltu sér á topp 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með sigri á Gróttu á heimavelli í gær. Stólar lentu tvisvar undir en eftir mikla eftirfylgni náðu okkar stelpur að jafna og komast yfir og unnu verðskuldaðan sigur. Strax á 11. mínútu kom markahrókurinn Taciana Da Silva Souza gestunum yfir en Guðrún Jenný Ágústsdóttir jafnharðan skömmu síðar eða á þeirri 14. Taciana endurtók leik sinn 8 mínútum síðar og kom Gróttu yfir á ný en það sætti Murielle Tiernan sig ekki við og jafnaði leikinn á ný og þannig var staðan í hálfleik, 2-2.
Meira

Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið dagana 4-7. júlí og var keppt í nokkrum flokkum. Þátttaka var með ágætum í flestum þeirra og veðrið ágætt alla dagana þrátt fyrir misvísandi veðurspár. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur.
Meira

Slógu met á Meistarmóti Íslands í frjálsum 11-14 ára

Meistarmót Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina sl. og átti USAH þar tvo fulltrúa, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur, sem kepptu í flokki 12 ára. Þátttakendur á mótinu voru um 150 frá 14 félögum víðsvegar að af landinu. Frá þessu er sagt á Húna.is í gær. Stúlkurnar stóðu sig báðar með prýði og bættu sín persónulegu met í flestum greinum.
Meira

Markaveisla á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Meira