Íþróttir

Tindastólsstelpur unnu Álftanes með marki á 93. mínútu

Stelpurnar í Tindastól lögðu Álftanes 3-2 á gervigrasvellinum á Sauðárkróki í gær og hafa þar með unnið báða sína leiki í C-deild Lengjubikarsins þetta árið. Hugrún Pálsdóttir og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir skoruðu sitthvort markið á fyrstu 25 mínútum og staðan 2-0 í hálfleik.
Meira

Brotlending í Síkinu

Tindastóll hafði tækifæri til að sópa Þórsurum frá Þorlákshöfn út úr úrslitakeppni Dominos deildarinnar í gær er þriðji leikur liðanna fór fram í átta liða úrslitunum. Þórsarar voru á öðru máli og vann sannfærandi sigur 67-87.
Meira

Björn Hansen heiðraður á aðalfundi Tindastóls

Aðalfundur UMF Tindastóls var haldinn í gær í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins og var ágætlega mætt. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem var samþykkt.
Meira

Stórmeistarajafntefli á gervinu

Það var nágrannaslagur um síðustu helgi í Lengjubikarnum en þá lék lið Tindastóls fjórða leik sinn í keppninni og mætti liði Fjallabyggðar sem er sameinað lið gömlu góðu KS á Sigló og Leifturs frá Ólafsfirði. Stólarnir voru 1-0 yfir í hálfleik en heldur hitnaði í kolunum þegar leið að lokum leiks sem endaði 3-3 og tveir leikmanna Tindastóls fengu að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.
Meira

Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ

Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var í síðustu viku. Gunnar Þór hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, verið formaður U.M.F.Tindastóls og um þessar mundir situr hann bæði í stjórn UMSS og UMFÍ. Sara hefur verið í stjórn og síðustu ár formaður Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára í Varmahlíð og einnig verið afar virk í félagsmálum fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing.
Meira

Stólarnir komnir með Þórsliðið upp að vegg

Lið Tindastóls og Þórs mættust í Þorlákshöfn í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en það voru mestmegnis leikmenn Tindastóls sem gáfu heimamönnum hörkuleik og unnu frábæran fjórtán stiga sigur og náðu því 2-0 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur voru 73-87 og spennt Síkið bíður liðanna á fimmtudagskvöldið.
Meira

Héraðsþing USVH haldið í 78. sinn

78. Héraðsþing USVH var haldið sl. miðvikudag, þann 20. mars, í Félagsheimilinu á Hvammstanga og sá Ungmennafélagið Kormákur um framkvæmd þingsins að þessu sinni. Á þingið mættu 27 aðilar frá öllum aðildarfélögum.
Meira

Tindastóll hafði betur í miklum stigaleik

Það var sannkallaður spennuleikur sem fram fór í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu í kvöld. Þar áttust við heimamenn í Tindastól og Þór Þorlákshöfn þar sem heimamenn höfðu betur með 112 stigum gegn 105. Gestirnir komu mun ákveðnari til leiks í kvöld og greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt enda mættu þeir í Fjörðinn í gær og því engin ferðaþreyta að hrjá þá. Náðu þeir strax forystu og komust í 8-0 áður en Stólar náðu að skora sín fyrstu stig þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þórsarar í banastuði hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum og héldu Stólum tíu stigum frá sér allt til enda fyrsta leikhluta. Staðan 23-33 fyrir gestunum.
Meira

Opnunarhátíð í Tindastól á morgun - FRESTAÐ

Fyrirhugaðri opnunarhátíð hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Áætlað er að vígja nýju lyftuna á skíðasvæði Tindastóls á morgun, laugardaginn 23. mars kl. 11:30, en skíðasvæðið verður opið frá kl. 10-16. Nú geisar óveður á Norðurlandi en samkvæmt spá Veðurstofunnar dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt og kólnar. Sunnan 5-10 á morgun, stöku él og hiti rétt yfir frostmarki.
Meira

UMSS fyrirmyndarhérað ÍSÍ og Viggó með gullmerki

Á 99. ársþingi UMSS sem haldið var í Húsi frítímans síðastliðinn þriðjudag, 19. mars, veitti Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Ungmennasambandi Skagafjarðar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, en það er annað héraðssambandið sem hlýtur þessa viðurkenningu á landinu.
Meira