Björn Hansen heiðraður á aðalfundi Tindastóls
Aðalfundur UMF Tindastóls var haldinn í gær í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins og var ágætlega mætt. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem var samþykkt.
Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að tvær breytingar hafi orðið á varastjórn og voru þau Einar Ingvi Ólafsson og Sigþrúður Jóna Harðardóttir kosin inn sem varamenn en fyrir var Sigurður Helgi Sigurðsson. Skoðunarmenn reikninga eru ennþá þeir sömu, Bertína Guðrún Rodriguez og Magnús Helgason.
Stjórnina skipa:
Jón Kolbeinn Jónsson, formaður
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, varaformaður
Jóhannes Björn Þorleifsson, gjaldkeri
Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ritari
Jón Hjörtur Stefánsson, meðstjórnandi
Þá var Birni Hansen afhentur starfsbikarinn fyrir frábært starf sem hann hefur unnið í þágu körfuknattleiksdeildar félagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.