Íþróttir

Tess valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að Tessondra Williams, besti leikmaður Tindastóls síðastliðið keppnistímabil, var valin besti erlendi leikmaður 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu föstudaginn 10. maí.
Meira

Breiðhyltingar höfðu betur á Króknum

Karlalið Tindastóls spilaði annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti ÍR-ingum úr Breiðholti Reykvíkinga. Leikið var við ágætar aðstæður á gervigrasinu á Króknum, hitastigið kannski rétt ofan frostmarks en stillt. Ekki dugðu aðstæðurnar heimamönnum sem urðu að bíta í það súra epli að lúta í gervigras. Gestirnir sigruðu 0-2 og hirtu því stigin sem í boði voru.
Meira

Jaka Brodnik genginn til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er í óðaönn að undirbúa úrvalsdeildarlið Tindastóls fyrir komandi vetur í körfunni. Nú fyrr í vikunni var tilkynnt um ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar sem þjálfara Tindastóls og nú í morgun sendi Kkd. Tindastóls frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Jaka Brodnik, Slóveninn sterki sem spilaði með Þór Þorlákshöfn síðastliðinn vetur, hafi einnig samið við Tindastól.
Meira

Úrslitakeppni Skólahreysti í gær

Úrslitakeppni Skólahreysti 2019 var háð í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem tólf skólar höfðu unnið sér keppnisrétt, efsti skólinn úr hverri undankeppni vetrarins auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þar fyrir utan. Tveir skólar á Norðurlandi vestra áttu lið í keppninni, Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli.
Meira

Baldur Þór nýr þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára en jafnframt mun hann hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun beggja meistaraflokka, kvenna og karla. Baldur kemur til Tindastóls frá Þór Þorlákshöfn, þar sem hann náði mjög góðum árangri með liðið á síðasta tímabili.
Meira

Stólatap í Fjarðabyggðarhöllinni

Þá er keppni farin af stað í 2. deild karla í knattspyrnu og hélt lið Tindastóls austur á Reyðarfjörð þar sem spilað var í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Skemmst er frá því að segja að heimamenn reyndust sterkari að þessu sinni og máttu Tindastólsstrákarnri þola 3-0 tap í fyrsta leik sumarsins.
Meira

Arnar Geir í sigurliði Missouri Valley College í golfi

Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29. apríl – 1. maí á Heart of America Championship mótinu í golfi. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Meira

Birnum gekk vel á öldungamóti í blaki

Birnur á Hvammstanga átti tvö lið í öldungamóti í blaki sem fram fór dagana 25.-27. apríl í Reykjanesbæ en að þessu sinni stóðu Þróttur og Keflavík saman að framkvæmd þess. Báðum liðum gekk vel en keppt var í samtals 15 deildum í kvennaflokki og í átta deildum í karlaflokki og voru keppendur alls um 1300. Svo vel tókst til að annað Birnuliðið varð sigurvegari í sinni deild.
Meira

Baldur Þór að taka við Tindastóli?

Rúv.is fullyrðir að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, verði næsti þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild í körfubolta en sé við það að skrifa undir samning við félagið. Óhætt er að segja að Baldur Þór hafi vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu Þórs, sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem liðið sló Stólana út úr keppninni eftir að hafa lent 0-2 undir. Þeir rifu sig hins vegar upp og unnu næstu þrjá leiki og komu sér með því í undanúrslit. Þar tapaði liðið tapaði fyrir KR 3-1.
Meira

Vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum – Myndband og myndaveisla

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag þegar stelpurnar í Tindastóli tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Leikurinn endaði 4-4 og því var strax í vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum og þar komust Stólar yfir á ný þegar ein gestanna skaut í þverslá. Þá þurftu Stólar að nýta sínar spyrnur en eins og áður var lukkan ekki með þeim því tvær spyrnanna fóru forgörðum og Þróttarar fögnuðu sigri.
Meira