Íþróttir

Horfir til betri tíðar hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn þann 6. mars sl. Ljóst var að stjórn síðasta árs stóð frammi fyrir miklum vanda vegna tapreksturs fyrri ára en með samstilltu átaki, aðhaldi og mikilli vinnu náði hún að halda útgjöldum í lágmarki. Niðurstaðan var þó tap upp á 1,5 millj. miðað við 10 milljónir árið á undan þó markmiðið hafi verið að halda rekstrinum í kringum núllið en því miður tókst það ekki.
Meira

Stólarnir lögðu Blika af öryggi

Lið Tindastóls og Breiðabliks mættust í Síkinu í gærkvöldi í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Blikar voru þegar fallnir og kaninn þeirra, Kofi, búinn að yfirgefa herbúðir þeirra. Það var því reiknað með næsta auðveldum sigri heimamanna en gestirnir komu á óvart og virtust hafa talsvert meiri áhuga á að spila leikinn en Stólarnir framan af leik. Stólarnir sperrtu stél í síðari hálfleik og stungu af án mikillar fyrirhafnar. Lokatölur 94-70.
Meira

Naglaeyðari í Hellinum

Hann var hreint út sagt ótrúlegur leikur ÍR og Tindastóls sem fram fór í Hertz-hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. Stólarnir höfðu náð 13 stiga forystu í þriðja leikhluta en heimamenn voru snöggir að jafna og áttu síðan sigurinn vísan en þremur stigum yfir klúðruðu þeir fjórum vítaskotum í röð þegar 7-8 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og Stólarnir jöfnuðu með ævintýraþristi Alawoya. Í framlengingunni voru Tindastólsmenn sterkari og fögnuðu sætum sigri um leið og þeir skrúfuðu tappann á leiðinda taphrinu. Lokatölur 85-90.
Meira

Menn sáu rautt í Lengjubikarnum

Það var skemmtileg nýbreytni að mæta á fótboltaleik á Sauðárkróksvöll í byrjun mars en sú var raunin í dag. Það voru lið Tindastóls og Reynis Sandgerði sem leiddu saman gæðinga sína í Lengjubikarnum og lengi vel leit út fyrir að lið Tindastóls færi með öruggan sigur af hólmi. Það reyndist hins vegar seigt í Sandgerðinum og jöfnuðu þeir leikinn, 3–3, með afar umdeildu marki þegar skammt var eftir. Sáu þá margir Tindastólsmanna rautt en aðeins einn fékk að líta rauða spjaldið hjá dómaranum.
Meira

Stólastúlkur með flottan sigurleik í Njarðvík

Kvennalið Tindastól átti einn sinn besta leik í vetur þegar liðið sótti Njarðvík heim í gærkvöldi í næst síðasta leik sínum í 1. deild kvenna. Stólastúlkur náðu forystunni snemma leiks og héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að heimastúlkur jöfnuðu leikinn nokkrum sinnum. Lokatölur í Njarðvík voru 63-69 fyrir Tindastól.
Meira

Karl og Theodór sigursælir

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum innan húss var haldið í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Keppendur á mótinu nú voru 65. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UMSS, feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson og gerðu það gott, unnu til sjö gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna.
Meira

Ísak Óli tvöfaldur Íslandsmeistari á MÍ innanhúss

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um helgina í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppti þar um Íslandsmeistaratitlana og skráðir keppendur alls 169 frá 14 félögum og samböndum. Frá UMSS voru sex keppendur.
Meira

Lið ÍR tók völdin í síðari hálfleik

Lið Tindastóls og ÍR mættust í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag í Síkinu. Þetta var í þriðja skiptið sem liðin mættust í vetur og höfðu þau unnið sitt hvorn leikinn. Heimastúlkur fóru vel af stað í leiknum og leiddu með tólf stigum í hálfleik en gestirnir úr Breiðholtinu komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleiks og náðu með góðum leik að snúa taflinu við og unnu sætan sigur. Lokatölur 65-74.
Meira

Skíðagöngunámskeið í Fljótum í mars og mót um páskana

Helgina 23.-24. mars ætlar Ferðafélag Fljóta að standa fyrir skíðagöngunámskeiði í Fljótum. Kennari á námskeiðinu verður Sævar Birgisson sem á að baki langan feril sem landsliðsmaður í skíðagöngu. Innifalið í námskeiðsgjaldi sem er 15.000 krónur er kennsla, fyrirlestrar og hádegisverður á laugardegi.
Meira

Öruggur sigur Stólanna í æfingaleik gegn Sköllum

Tindastóll og Skallagrímur mættust í laufléttum æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi. Bæði lið voru í þörf fyrir að stilla strengina fyrir lokaumferðirnar í Dominos-deildinni en lið Tindastóls hefur, eins og minnst hefur verið á, ekki verið að fara á kostum að undanförnu. Borgnesinar eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu. Leikurinn var ágæt skemmtun en lið Tindastóls vann ansi öruggan sigur, 73-64, þar sem Dino Butorac glansaði.
Meira