Íþróttir

Israel Martin og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Israel Martin, þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um að hann hætti sem þjálfari liðsins. Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákvörðunin hafi verið tekin í mestu vinsemd og báðir aðilar fari sáttir frá borði.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti yngri flokka í júdó

Íslandsmót yngri flokka í júdó var haldið í Laugabóli í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa á mótinu af rúmlega hundrað keppendum. Mótið er venjulega það fjölmennasta ár hvert og markar lok keppnistímabilsins á Íslandi. Rúmlega hundrað keppendur mættu til leiks og keppt var í þyngdar- og aldursflokkum.
Meira

„Við verðum að horfa fram á veginn“

Það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar liðið tapaði oddaleiknum gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar nú á dögunum. Þrettán stigum undir þegar fjórar mínútur voru eftir af fimmta leik liðanna tókst Þórsurum það sem átti eiginlega ekki að vera hægt; að snúa leiknum á hvolf og vinna sigur í leik sem var ekkert annað en fáránlegur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Israel Martin.
Meira

Skíði, skíði og skíði

Nú fer að styttast í páskahelgina og þá er tilvalið að fyrir fjölskyldur, nú eða einstæðinga, að skella sér á skíði á nýjasta skíðasvæði landsins, í Tindastól. Þar er páskadagskráin tilbúin og verður ansi heitt í kolunum í orðsins fyllstu merkingu.
Meira

Brynjar Þór kveður lið Tindastóls

Feyki barst rétt í þessu fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem fram kemur að stórskyttan Brynjar Þór Björnsson hafi óskað eftir að fá sig lausan af samningi við KKD Tindastóls af persónulegum ástæðum. Brynjar söðlaði um síðasta sumar og skipti úr meistaraliði KR yfir í Síkið til Maltbikarmeistara Tindastóls.
Meira

María Finnbogadóttir Íslandsmeistari í svigi

Skíðadeild Tindastóls eignaðist í gær Íslandsmeistara í svigi á skíðamóti Íslands sem fram fór í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og þar með sinn fyrsta í Alpagreinum. María Finnbogadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í flokki 18-20 ára stúlkna og fullorðinsflokki kvenna.
Meira

Murr með þrennu á Seltjarnarnesinu

Stólastúlkur léku þriðja leik sinn í Lengjubikarnum í gærkvöldi þegar þær sóttu lið Gróttu heim á Vivaldivöllinn á Seltjarnarnesinu. Heimastúlkur voru yfir í hálfleik en þrenna frá Murielle Tiernan á korterskafla í síðari hálfleik lagði grunninn að 2-3 sigri Tindastóls.
Meira

Varmahlíðarskóli í úrslit í Skólahreysti

Fulltrúar Varmahlíðarskóla náðu frábærum árangri í Skólahreysti í gær er þeir gerðu sér lítið fyrir unnu Norðurlandsriðil, sem samanstendur af skólum á Norðurlandi utan Akureyrar. Það mun vera þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sjö árum sem skólinn á þátttakendur í úrslitum. Í liðinu eru Ásta Alyia Friðriksdóttir, Sara María Ómarsdóttir, Óskar Stefánsson og Steinar Óli Sigfússon en til vara voru þau Björg Ingólfsdóttir og Indriði Þórarinsson.
Meira

Tjaldið fellur – Dramaleikur í Síkinu

Það var spennuþrunginn dagur í gær í Skagafirði og mikil eftirvænting fyrir lokaleik Tindastóls og Þórs Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominosdeildar. Síkið þétt skipað stuðningsmönnum Stóla og Þórsarar áttu einnig sína menn. Liðin komu vel stemmd til leiks og Stólar greinilega tilbúnir að bæta því við sem vantað hafði upp á í leik þeirra tvo leiki þar á undan.
Meira

Keyrum þetta í gang!

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mætast í Síkinu í kvöld kl. 18:30 í fimmtu og síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Eftir að hafa fengið fínt start og sigrað tvær fyrstu viðureignir liðanna þá hafa Stólarnir hikstað duglega og Þórsarar gengið á lagið og kláruðu leiki þrjú og fjögur nokkuð sannfærandi. Það er því allt undir í kvöld, sæti í fjögurra liða úrslitum í húfi og lið Tindastóls þarf nú að sýna úr hverju það er gert.
Meira