Íþróttir

Sigur gegn Akureyringum í æfingaleik

Lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í Síkinu í gær í æfingaleik. Nýr Kani Tindastóls, Shawn Glover, spilaði sínar fyrstu mínútur í Tindastóls-búningnum og sýndi ágæta spretti þó hann hafi verið þungur á köflum, enda ekki búinn að ná mörgum æfingum með sínum nýju félögum. Stólarnir áttu ekki í teljandi vandræðum með lið gestanna sem þó bitu frá sér og þá sérstaklega í öðrum fjórðungi. Lokatölur voru 100-76.
Meira

Leikur við Þór Akureyri í Síkinu í kvöld

Körfuboltamenn halda áfram að gíra sig upp fyrir komandi tímabil. Í kvöld mæta Þórsarar frá Akureyri í heimsókn í Síkið og hefst leikurinn kl. 18:30. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleikdeiildar Tindastóls, má reikna með því að eitthvað sjáist í nýjan Kana Tindastóls, Shawn Glower, í leiknum.
Meira

Allt í járnum hjá Kormáki/Hvöt og KÁ

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og KÁ í átta liða úrslitum 4. deildar fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærdag. Húnvetningarnir byrjuðu með glæsibrag og náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og jöfnuðu síðan í blálokin og því er allt í járnum í rimmu liðanna.
Meira

Sjöundi sigurleikur Stólastúlkna í röð í Lengjudeildinni

Kvennalið Tindastóls fékk Skagastúlkur í heimsókn í Lengjudeildinni í dag. Liði ÍA hefur ekki gengið vel í sumar, vörn liðsins er ágæt en þeim hefur gengið illa að skora og eru fyrir vikið þriðju neðstar. Stólastúlkur hafa aftur á móti bæði varist vel og verið skæðar í sókninni og því komu úrslitin, 2-0, kannski ekkert á óvart. Niðurstaðan var sanngjörn og enn færist lið Tindastóls nær hinum heilaga gral – Pepsi Max-deildinni.
Meira

Liði Tindastóls spáð fjórða sæti í 1. deild kvenna

Keppni í 1. deild kvenna í körfubolta fór af stað í gær þegar lið Ármanns og Hamars/Þórs mættust í Laugardalshöllinni. Fyrr um daginn voru opinberaðar spár forsvarsmanna liðanna, fjölmiðlamanna og Körfunnar.is. Sé litið til þeirra stiga sem lið Njarðvíkur fær þetta árið eru þær nokkuð örugglega í efsta sæti í spánni. Liði Tindastóls er aftur á móti spáð fjórða sæti í öllum spánum.
Meira

Leik Stólastúlkna flýtt um 90 mínútur vegna veðurs

Kvennalið Tindastóls fær Skagastúlkur í heimsókn í dag, laugardag, og hefur leikurinn verið færður fram um 90 mínútum þar sem veðurspáin var slæm. Í stað þess að leikurinn hefjist kl. 14:00 hefst hann því kl. 12:30.
Meira

Tíu marka tryllir suður með sjó

Reynir Sandgerði og Tindastóll mættust í dag í alveg steindauðum [djók] tíu marka trylli suður með sjó í 17. umferð 3. deildar. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna alveg bráðfjörugur og sviptingarnar miklar. Stólarnir komust snemma í 0-2 en heimamenn gerðu næstu fjögur mörk. Gestirnir gáfust ekki upp, jöfnuðu leikinn og héldu að þeir hefðu stolið öllum stigunum með marki á 89. mínútu. En þetta var bara þannig leikur að heimamenn hlutu að jafna, sem þeir og gerðu, og lokatölur 5-5.
Meira

Boltaleikir helgarinnar og fréttir af Körfu-Könum – Breyttur leiktími hjá stelpunum

Boltaþyrstir ættu að hafa nóg til að svala þorsta sínum um helgina. Norðlensku liðin í fótboltanum spila þrjá leiki og körfupiltarnir verða í Mathús Garðabæjar-höllinni í kvöld og þangað ættu sveltir stuðningsmenn körfuboltaliðs Stólanna að geta kíkt. Veislan hefst hins vegar klukkan 16:30 í dag þegar karlalið Tindastóls mætir einu af toppliðum 3. deildarinnar, Reyni Sandgerði, á BLUE-vellinum við Suðurgötu í Suðurnesjabæ en strákarnir eru varla búnir í sturtu eftir sigurleikinn gegn Vopnfirðingum sl. þriðjudagskvöld.
Meira

Hildur Heba meistari GSS í holukeppni

Árlega fer fram Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar í holukeppni sem byrjar um miðjan júní og stendur í rúma tvo mánuði en að þessu sinni tóku 22 keppendur þátt. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, er holukeppni skemmtilegt fyrirkomulag og öðru vísi en önnur mót en keppendur eru dregnir saman í upphafi þannig að tveir mætast í hverjum leik.
Meira

Hera Sigrún semur við KR

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir sem hefur spilað síðastliðin tvö ár í 1.deild kvenna með Tindastól skrifaði nýverið undir samning við KR sem leikur komandi tímabil í Dominos-deildinni.
Meira